Katrín og Bjarni oftast á RÚV

Forsætisráðherra oftast fyrir í sjónvarpi og útvarpi hjá Rúv. Næst …
Forsætisráðherra oftast fyrir í sjónvarpi og útvarpi hjá Rúv. Næst á eftir henni koma fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, kom oft­ast fram sem viðmæl­andi í út­varps- og sjón­varpsþátt­um Rík­is­út­varps­ins frá síðustu alþing­is­kosn­ing­um eða alls 361 sinni. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, kom næ­stoft­ast fyr­ir eða alls 236 sinn­um, að því er fram kem­ur í svari menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra við fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins. 

Spurði hún hvaða stjórn­mála­menn hefðu komið fram sem viðmæl­end­ur í út­varps- og sjón­varpsþátt­um Rík­is­sjón­varps­ins.

Komu þau oft­ast fram í sjón­varps- og út­varps­frétt­um en sjaldn­ast í út­varpsþátt­um.

Will­um Þór Þórs­son sá þriðji

Aðrir ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar fylgja á eft­ir. Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra kom fram 150 sinn­um, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son 149 sinn­um og Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra 142 sinn­um.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra kom fram 114 sinn­um, Lilja Al­freðsdótt­ir viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra 98 sinn­um og Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra 90 sinn­um. 

mbl.is