Ætlar þú að vera þessi batteríslausi um jólin?

Ef þú hefur í hyggju að tæma batteríið fyrir jólin …
Ef þú hefur í hyggju að tæma batteríið fyrir jólin þá ættir þú að gera allt sem þú hefur engan tíma fyrir. Sydney Sims/Unsplash

Jól­in eru ekki full­kom­in – ekki frek­ar en aðrir dag­ar lífs­ins. Þótt jól­in eigi að vera al­veg framúrsk­ar­andi frá­bær þá geta þau komið upp á rign­ing­ar­degi. Auðvitað vill eng­inn að jól­in komi upp á rign­ing­ar­degi. Það á að alltaf að vera svo ógur­lega gam­an á jól­un­um. Fólk er búið að leggja mikið á sig til þess að and­rúms­loftið, lykt­in, mat­ur­inn, gjaf­irn­ar og stemn­ing­in sé þannig að þú mun­ir eft­ir þess­um jól­um. Jól­in eiga að vera varða á lífs­leiðinni. Varðan sem þú stopp­ar við í hug­an­um eft­ir nokk­ur ár eða ára­tugi og hlýn­ar í hjart­anu við til­hugs­un­ina.Var ekki ör­ugg­lega gam­an?

Hver hef­ur ekki verið í þeim spor­um að ákveða á síðustu stundu að fram­kvæma eitt­hvað ófram­kvæm­an­legt sem átti að færa jóla­haldið upp á annað til­veru­stig? Svo klikkaði eitt­hvert smáa­atriði sem gerði það að verk­um að allt fór í skrúf­una. Í stað þess að toppa sig enn eitt árið á hátíð ljóss og friðar hrapaði jóla­haldið lóðrétt niður í kjall­ara. Og það varð bara ekk­ert gam­an!

Ef mann­eskj­an hefði náð að fram­kvæma hið ófram­kvæm­an­lega er ekk­ert gefið að jól­in hefðu farið upp á annað til­veru­stig. Hið ófram­kvæm­an­lega kall­ar á svo mikla orku. Þetta er svo­lítið eins og keyra raf­magns­bíl í snjó­komu, frosti og brjáluðu veðri. Þá þarf raf­magns­bíll­inn meiri orku og verður fyrr batte­rís­laus. Ef batte­ríið tæm­ist al­veg áður en þú kemst á áfangastað ertu í patt­stöðu. Þú kemst ekki úr spor­un­um nema fólkið sem vinn­ur á drátt­ar­bíl komi og dragi þig á næstu hleðslu­stöð.

Mann­eskj­an er stund­um al­veg eins og raf­magns­bíll. Á ævi­skeiðum vors og sum­ars er hægt að keyra enda­laust á batte­rí­un­um því lífið iðar. Það er svo mikið stuð og ljósið í hjart­anu skín svo skært að um­heim­ur­inn fær of­birtu í aug­un. Svo haust­ar í til­ver­unni og þá þarf að hlaða batte­rí­in oft­ar og fara bet­ur með sig. Það sem hægt var að gera í vor­inu og sumr­inu er ekki hægt leng­ur.

Þess vegna verður mann­eskj­an, sem gat keyrt enda­laust á tóm­um batte­rí­um og töfrað fram hið ómögu­lega, al­veg gos­laus. And­leg og lík­am­leg þreyta verður svo yfirþyrm­andi að fólk hefði auðveld­lega getað fengið hlut­verk í VR-aug­lýs­ing­unni. Það hefði ekki þurft leik­ara til að sofna ofan í súp­unni.

Fólk veit ekki hvenær það haust­ar í til­ver­unni og það fatt­ar stund­um ekki að batte­rí­in eru að klár­ast. Þegar það finn­ur fyr­ir van­mætti byrj­ar það að hlaupa hraðar í stað þess að hægja á sér. Það þarf að slá út fyrri jóla­met og önn­ur af­rek í líf­inu. Það ætl­ar eng­inn að gang­ast við því að hrís­grjón­in séu full­soðin. Það er ein­mitt fólk á þess­um stað sem reyn­ir að fram­kvæma hið ófram­kvæm­an­lega og verður svo fyr­ir hræðileg­um von­brigðum þegar eitt­hvað klikk­ar. Þá er ágætt að muna að heim­ur­inn ferst ekki þótt þú eig­ir ekki best skreytta hús lands­ins og kalk­únn­inn sé svo þurr að það þurfi að drekkja hon­um í rjómasósu til að koma hon­um niður (og drekka rauðvín í bjórglasti með). Í þessu 128 síðna Jóla­blaði Morg­un­blaðsins eru marg­ar góðar hug­mynd­ir að því hvernig sam­ferðafólk okk­ar und­ir­býr hátíð ljóss og friðar án þess að vera eins og raf­magns­bíll í hríðarbyl og frosti. Mundu svo að vera bara þú. Hef­ur það ekki virkað ágæt­lega hingað til?

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: