Athafnaparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason er búið að vera saman í þrjú ár. Parið fagnaði sambandsafmæli sínu um helgina og birtu þau fallegar myndir af sér saman.
Fyrst byrjaði að fréttast af sambandi parsins í febrúar árið 2020 þegar þau fóru saman til Lundúna. Lína og Guðmundur, gjarnan kallaður Gummi kíró, hafa verið dugleg að ferðast saman þessi þrjú ár sem þau hafa verið saman.
Þau hafa til dæmis heimsótt París, Lundúnir, Berlín, Kaupmannahöfn, Stokkhólm og auðvitað Tenerife saman.
Gummi fór svo á skeljarnar í borg ástarinnar, París, fyrr í haust og bað Línu að giftast sér.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!