Stærri makríll sækir lengra til vesturs

Íslensku uppsjávarskipin hafa oft fengið stæðilegan makríl, en tegundin er …
Íslensku uppsjávarskipin hafa oft fengið stæðilegan makríl, en tegundin er líklegri til þess að nálgast Ísland eftir því sem hún er stærri. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Eft­ir því sem mak­ríll eld­ist og stækk­ar geng­ur hann lengra til norðurs í Nor­egs­hafi og til vest­urs inn í land­helgi Íslands og sum ár inn á græn­lenskt hafsvæði. Þetta er niðurstaða vís­inda­manna eft­ir að hafa rýnt í gögn um end­ur­heimt­ur raf­alds­merkja.

Vís­inda­grein um rann­sókn­ina var ný­lega birt í vís­inda­tíma­rit­inu Frontiers in Mar­ine Science og er fjallað um hana í færslu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Tveir sér­fræðing­ar hjá stofn­un­inni eru meðhöf­und­ar að grein­inni, þau Anna Heiða Ólafs­dótt­ir og Sig­urður Þór Jóns­son.

Í rann­sókn­inni var stuðst við end­ur­heimt­ur 1-3 árum eft­ir merk­ingu eða alls 7522 end­ur­heimt­ur. Á ár­un­um 2011 til 2021 voru 430 þúsund fisk­ar merkt­ir við vest­ur­strönd Írlands og Skot­lands, og við Snæ­fells­nes.

Fimm ára mak­ríl lengst vest­ur

„Al­gengt er að ganga 3-4 ára (32-34 cm) mak­ríls sé tak­mörkuð við suður­hluta Nor­egs­hafs, 4-5 ára (34-35 cm) fisk­ur geng­ur norðar inn í norður­hluta Nor­egs­hafs, og 5+ ára (>35 cm) fisk­ur geng­ur í vest­ur inn í ís­lenska land­helgi og enn lengra í norður í átt að Sval­b­arða,“ seg­ir í færsl­unni.

Þá er vak­in at­hygli á að stærð sé ekki eina breyt­an „sem stjórn­ar göngu­leiðinni þar sem mik­ill mun­ur er á milli ára á göngu­mynstri eft­ir stærð. Það bend­ir til að um­hverf­is­skil­yrði, eins og haf­straum­ar og fæðuskil­yrði, og stofn­stærð hafi einnig áhrif á göngu­mynst­ur. Niður­stöður um fjar­lægðir frá merk­ing­arstað á hrygn­ing­ar­slóð að heimtustað og þann sund­hraða mak­ríls sem þyrfti til að kom­ast á milli, benda til þess að mikl­ar lík­ur séu á því að mak­ríll gangi beint inn í ís­lenska efna­hagslög­sögu í norðvest­ur frá Írlandi, fyr­ir sunn­an Fær­eyj­ar, án þess að fara fyrst inn í Nor­egs­haf.“

Myndræn framsetning á tilgátu um hvernig göngumynstur makríls breytist með …
Mynd­ræn fram­setn­ing á til­gátu um hvernig göngu­mynst­ur mak­ríls breyt­ist með aldri og stærð. Mynd/​Frontiers of Mar­ine Sciences
mbl.is