Leggja til hækkun vaxta- og barnabóta

Kristrún Frostadóttir kynnti tillögurnar í dag.
Kristrún Frostadóttir kynnti tillögurnar í dag. Ljósmynd/Samfylkingin

Sam­fylk­ing­in legg­ur meðal ann­ars til þær breyt­ing­ar­til­lög­ur við fjár­lög rík­is­stjórn­ar­inn­ar að fallið verði frá gjalda­hækk­un­um, vaxta­bæt­ur til milli­tekju­fólks hækki um 50 pró­sent, að barna­bæt­ur til fjöl­skyldna hækki og að hús­næðis­bæt­ur til leigj­enda verði hækkaðar tíma­bundið um tíu pró­sent.

Einnig eru lagðar til þær breyt­ing­ar að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verði hækkaður um þrjú pró­sent og að lækk­un á banka­skatti verður aft­ur­kölluð að hluta, að fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, kynnti breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar í dag, en um er að ræða kjarapakka með til­lög­um sem falla í tvo flokka sem bera yf­ir­skrift­ina: „Verj­um heim­il­is­bók­haldið“ og „Vinn­um gegn verðbólgu“.

Allt aðhald sé lagt á al­menn­ing

Haft er eft­ir Kristrúnu að Sam­fylk­ing­in vilji færa aðhaldið af al­menn­ingi og þangað sem þensl­an er í raun.

„Allt aðhald rík­is­stjórn­ar­inn­ar er lagt á al­menn­ing. Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hækk­ar skatta með hækk­un krónu­tölu­gjalda sem falla þyngra á fólk eft­ir því sem það hef­ur lægri tekj­ur. Sam­fylk­ing­in vill sýna að það er hægt að fara aðra leið í þess­um efn­um,“ seg­ir Kristrún, en Sam­fylk­ing­in mun fylgja kjarapakk­an­um eft­ir á Alþingi á næstu dög­um með því að leggja fram breyt­ing­ar­til­lög­ur við fjár­lög rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hér fyr­ir neðan má sjá all­ar til­lög­urn­ar:

Verj­um heim­il­is­bók­haldið

13 millj­arðar í kjara­bæt­ur

 

Falla frá gjalda­hækk­un­um rík­is­stjórn­ar

 

  *   Krónu­tölu­gjöld hækki um 2,5% í stað 7,7% á milli ára

 

Hækka hús­næðis­bæt­ur til leigj­enda

 

  *   Hækk­un um 10% og tíma­bund­in leigu­bremsa að danskri og skoskri fyr­ir­mynd

 

Hækka vaxta­bæt­ur til milli­tekju­fólks

 

  *   Eigna­skerðinga­mörk hækki um 50% eins og íbúðaverð frá 2020

 

Hækka barna­bæt­ur til fjöl­skyldna

 

  *   Þrír millj­arðar til hækk­un­ar á fjár­hæð með barni og viðmiðun­ar­mörk­um

 

Tvö­falda fram­lög til upp­bygg­ing­ar

 

  *   Stofn­fram­lög til íbúðaupp­bygg­ing­ar verði ekki helm­inguð held­ur tvö­földuð 2023

 

 

Vinn­um gegn verðbólgu

17 millj­arðar í mót­vægisaðgerðir

 

Hækka fjár­magn­s­tekju­skatt

 

  *   Hækk­un úr 22% í 25% sem fell­ur nær ein­göngu á tekju­hæstu 10% lands­manna

 

Loka „ehf.-gat­inu“ svo­kallaða

 

  *   Tak­marka mögu­leika fólks til að telja launa­tekj­ur fram sem fjár­magn­s­tekj­ur

 

Leggja álag á veiðigjöld stór­út­gerða

 

  *   Hval­reka­skatt­ur á met­arðsemi stærri út­gerða vegna verðhækk­ana sjáv­ar­af­urða

 

Aft­ur­kalla banka­skatts­lækk­un að hluta

 

  *   Fjög­urra millj­arða hækk­un á banka­skatti sem var lækkaður um sex millj­arða 2020

mbl.is