Löggæslan efld í fjárlagabreytingum

Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs aukist um 30 …
Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs aukist um 30 milljarða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eins og kom fram þegar rík­is­stjórn­in kynnti sín­ar til­lög­ur er stærsta út­gjalda­aukn­ing­in til heil­brigðismála,“ seg­ir Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við Morg­un­blaðið um breyt­inga­til­lög­ur meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar við fjár­laga­frum­varp næsta árs er lagðar voru fram á Alþingi í gær.

Mannúðar­mál vegna stríðs

Ásamt heil­brigðismál­um séu fé­lags­mál­in stór póst­ur í breyt­inga­til­lög­un­um „og svo erum við líka að bæta tals­vert í íviln­an­ir til hrein­orku­bíla og stærri hrein­orku­bíla auk þess sem bæði lög­regl­an og Land­helg­is­gæsl­an eru að fá mjög mikla styrk­ingu og ákæru­valdið og Fang­els­is­mála­stofn­un“, held­ur formaður­inn áfram og nefn­ir enn frem­ur mannúðar­mál vegna Úkraínu­stríðsins sem mála­flokk er auk­ins stuðnings njóti. Aukn­ing til heil­brigðismála nem­ur 12 millj­örðum auk þess sem vaxta­gjöld eru einnig fyr­ir­ferðar­mik­il en þar bæt­ast 13 millj­arðar króna við á milli umræðna. Hækk­un fram­laga til fé­lags-, hús­næðis- og trygg­inga­mála nem­ur 3,7 millj­örðum og gert ráð fyr­ir að þar af fari 1,1 millj­arður í að hækka frí­tekju­mark at­vinnu­tekna ör­yrkja.

Fram­lög til lög­reglu aukast um 900 millj­ón­ir með hliðsjón af mark­miðum um viðbragðstíma henn­ar, málsmeðferðar­hraða og ör­ygg­is­stig auk þess sem 500 millj­óna hækk­un er eyrna­merkt aðgerðum gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi.

Bald­ur leyst­ur af hólmi

Miðað við breyt­inga­til­lög­urn­ar mun halli rík­is­sjóðs árið 2023 aukast úr 89 millj­örðum, sem fjár­laga­frum­varp gerði ráð fyr­ir, í tæpa 119 millj­arða. Hækk­ar tekju­áætlun­in um 23,7 millj­arða en út­gjöld um 53 millj­arða.

Auk­in­held­ur er lagt til að 210 millj­ón­um króna verði varið til að tryggja ferju­rekst­ur um Breiðafjörð þar sem rekstr­araðili ferj­unn­ar Bald­urs mun hætta sigl­ing­um. Hreyf­ir frum­varpið því að önn­ur ferja verði leigð eða keypt til að fylla skarð Bald­urs og er þar litið til ferj­unn­ar Rast­ar sem er í sigl­ing­um í Norður-Nor­egi.

Breyt­inga­til­lög­ur:

Tólf millj­arða króna aukn­ing til heil­brigðismála

Við vaxta­gjöld bæt­ast 13 millj­arðar króna

1,1 millj­arður króna til hækk­un­ar frí­tekju­marks at­vinnu­tekna ör­yrkja

500 millj­ón­ir króna gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi

Vilji til að ýta nýrri Breiðafjarðarferju úr vör

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: