Náðu samkomulagi um hámarksafla í makríl

Íslensku uppsjávarskipunum verður að óbreyttu úthlutað 129 þúsund tonna makrílkvóta …
Íslensku uppsjávarskipunum verður að óbreyttu úthlutað 129 þúsund tonna makrílkvóta á næsta ári. mbl.is/Líney

Ísland hef­ur ásamt Nor­egi, Evr­ópu­sam­band­inu, Fær­eyj­um, Græn­landi og Bretlandi kom­ist að sam­komu­lagi um að há­marks­afli í mak­ríl á næsta ári verði 782.066 tonn og var það und­ir­ritað í dag. Há­marks­afl­inn er 13 þúsund tonn­um færri en í ár og í sam­ræmi við ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) um há­marks­afla 2023.

Eng­inn samn­ing­ur um skipt­ingu hlut­deilda milli strand­ríkj­anna ligg­ur fyr­ir, þrátt fyr­ir ít­rekaða fundi á þessu ári, og því bend­ir ekk­ert til þess að veiðin verði sjálf­bær þar sem öll rík­in út­hluta sjálf­stætt kvóta á grund­velli þeirr­ar hlut­deild­ar sem rík­in gera til­kall til. Ísland krefst 16,5% hlut í veiðunum og má því áætla að ís­lensku upp­sjáv­ar­skiðunum verði út­hlutað 129 þúsund tonna kvóta á mak­ríl­vertíð æsta árs.

Funda á ný í fe­brú­ar

Strand­rík­in munu hitt­ast við samn­inga­borðið á ný í fe­brú­ar og er gert ráð fyr­ir tíðum fund­um fram í mars. Þurfa þau að ná sam­komu­lagi um skipt­ingu hlut­deilda í veiðunum fyr­ir 31. mars ef það á að gilda um næsta veiðitíma­bil, þar sem veiðarn­ar hefjast víða á fyrri hluta næsta ári. Fari svo að samn­ing­ar nást ekki og rík­in út­hluti öll í sam­ræmi við kröf­ur sín­ar – sem þau að óbreyttu munu gera ­– stefn­ir í að heild­arafli upp­sjáv­ar­skipa ríkj­an­an verði langt um­fram vís­inda­lega ráðgjöf eins og verið hef­ur und­an­far­in ár.

„Ég er mjög ánægður með að við höf­um loks­ins náð að setja heild­arkvóta fyr­ir mak­ríl­inn. Þetta er eitt­hvað sem við höf­um unnið að lengi og skipt­ir miklu máli fyr­ir sjó­menn­ina og fyr­ir sjálf­bæra nýt­ingu þessa mik­il­væga nytja­stofns,“ seg­ir Bjørn­ar Skjær­an, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, í til­kynn­ingu á vef ráðuneyt­is­ins í til­efni sam­komu­lags­ins.

„Við von­um að þau úr­lausn­ar­efni sem eft­ir eru verði leyst í byrj­un næsta árs. Ráðuneytið mun engu að síður gefa út bráðabirgðakvóta fyr­ir árið 2023 þannig að þeir sem þess þurfa geti hafið veiðar sín­ar þegar frá ára­mót­um,“ seg­ir Skjær­an.

mbl.is