Gríðarlega mikil plastmengun í Eldey

Súlan byggir hreiðrin úr veiðarfæradrasli úr plasti. Dauðar súlur sem …
Súlan byggir hreiðrin úr veiðarfæradrasli úr plasti. Dauðar súlur sem fastar voru í plastinu fundust. Ljósmynd/Sindri Gíslason

Leiðang­ur var far­inn í Eld­ey með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar 6. des­em­ber. Þátt­tak­end­ur voru Svenja Aug­hage frá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands, Svein­björn Steinþórs­son frá Há­skóla Íslands, Ju­lie Kermarec og Dag­ur Jóns­son frá Um­hverf­is­stofn­un og Sindri Gísla­son for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Suðvest­ur­lands.

Hundruð dauðra súlna eru í eynni.
Hundruð dauðra súlna eru í eynni. Ljós­mynd/​Sindri Gísla­son

Sindri sagði að reynt hefði verið að heim­sækja Eld­ey nokkuð reglu­lega en ferðirn­ar féllu niður und­an­far­in ár vegna heims­far­ald­urs­ins. Hann skoðaði plast­meng­un í Eld­ey en þar er mikið af nælon­spott­um og öðru plast­drasli sem súl­an not­ar til hreiður­gerðar.

Leiðangursfólk: F.v. Svenja Aughage (NÍ), Sveinbjörn Steinþórsson (HÍ), Julie Kermarec …
Leiðang­urs­fólk: F.v. Svenja Aug­hage (NÍ), Svein­björn Steinþórs­son (HÍ), Ju­lie Kermarec (UST), Dag­ur Jóns­son (UST) og Sindri Gísla­son (NSV). Ljós­mynd/​Sindri Gísla­son

„Það er mjög mikið af plasti í eynni og það sýn­ir vel aðgengi súlna að plasti. Það virðist trompa flest annað í vali á hreiðurefni,“ seg­ir Sindri.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: