Kvikmyndasjóður fái 250 milljóna viðbótaframlag

Sara Nassim, Valdimar Jóhannsson og Hrönn Kristinsdottir eftir að kvikmyndin …
Sara Nassim, Valdimar Jóhannsson og Hrönn Kristinsdottir eftir að kvikmyndin Dýrið fékk Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Ein milljón var veitt úr Kvikmyndasjóði til handritsskrifa fyrir myndina. AFP/Antti Aimo-Koivisto

Áætlað er að veita Kvik­mynda­sjóði 250 millj­óna viðbótafram­lag fyr­ir árið 2023, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu. 

Þar seg­ir að við 2. umræðu fjár­laga­frum­varps megi vænta þess að lagt verði til að 100 millj­ón­ir króna verði lagðar til Kvik­mynda­sjóðs auk þess sem menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið muni leggja fram 150 millj­ón króna viðbótar­fram­lag.

Gangi það eft­ir muni Kvik­mynda­sjóður því fá 1328,9 millj­ón­ir króna á ár­inu 2023 til að standa und­ir fjár­mögn­un verk­efna sem þegar hafa hlotið vil­yrði eða sjóður­inn er skuld­bund­inn með samn­ingi.

„Viðbótar­fram­lagið á næsta ári kem­ur til móts við Kvik­mynda­sjóð vegna breyt­inga á fjár­mála­áætl­un sum­arið 2022. Sam­kvæmt áætl­un­inni [...] féll tíma­bundið fjár­fest­ingar­átak vegna heims­far­ald­urs­ins sem sjóður­inn átti að fá árið 2023 niður, eða ári fyrr en gert var ráð fyr­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is