Íslensk lausn bætir öryggi sjófarenda

Níels Adolf Guðmundsson, Hörður Þór Benediktsson og Þórarinn Heiðar Harðarson …
Níels Adolf Guðmundsson, Hörður Þór Benediktsson og Þórarinn Heiðar Harðarson hafa komið Strandvara á markað. Tækið á að koma í veg fyrir að bátar sigli í strand. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Strand báts­ins Jón­ínu Brynju við Straum­nes 25. nóv­em­ber 2012 fékk Hörð Þór Bene­dikts­son til að velta fyr­ir sér hvort ekki væri hægt að búa til tæki sem myndi koma í veg fyr­ir að glæ­ný­ir bát­ar full­hlaðnir nýj­ustu sigl­inga­tækj­um myndu sigla í strand, en fjöldi báta strand­ar á ári hverju vegna þess að skip­stjórn­andi sofn­ar við stýrið eða er ann­ars hug­ar.

Hófst Hörður handa og gat hann í byrj­un þessa árs, ásamt syni sín­um Þór­arni Heiðari Harðar­syni og tengda­syn­in­um Ní­elsi Ad­olf Guðmunds­syni, hafið sölu á Strand­vara og hafa fleiri bát­ar þegar tekið Strand­vara í notk­un.

Tækið er stöðugt á vakt og þekk­ir alla strand­lengju lands­ins niður í smæstu smá­atriði og var­ar skip­stjórn­ar­menn við þegar hætta steðjar að. 

Lesa má nán­ar um Strand­vara í blaði 200 mílna sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: