Snjóþungar götur Aspen í Colorado breyttust í tískupall þegar systurnar Kylie og Kendall Jenner mættu þangað í sannkallað lúxusfrí.
Kylie og Kendall hafa greinilega dregið fram flottasta vetrarklæðnaðinn fyrir ferðalagið, en þær fóru í verslunarleiðangur klæddar í hönnun frá toppi til táar. Þar sáust þær versla í fínustu tískuverslunum Aspen, þar á meðal Prada.
Það væsir að sjálfsögðu ekki um systurnar, en af myndum að dæma gista þær í mikilli lúxusvillu. Eftir langan dag af búðarápi ákvað Kylie að skella sér í heita pottinn þar sem hún smellti nokkrum sjóðheitum myndum með vinkonu sinni, Yris Palmer.
Vinkonurnar klæddust báðar svörtum sundfatnaði og voru með svört sólgleraugu í stíl. Þá höfðu þær hvítan slopp meðferðis og hlýja skó, enda kalt í Aspen.