Veitur íhuga nú hvort það þurfi að loka nokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum, þar sem spáð er áframhaldandi kulda í næstu viku.
mbl.is greindi frá því í gær að Veitur hygðust ekki skerða heitt vatn til stórnotenda á höfuðborgarsvæðinu líkt og hefur verið gert á Selfossi og Stokkseyri.
Staðan hefur greinilega breyst til muna því í tilkynningu á vef Veitna kemur fram að verið sé að skoða að loka Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarlaug, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug.
Sögulegt hámark greindist í rennsli hitaveitu í dag. Veitur hafa gripið til þess meðal annars að auka dælugetu á Reynisvatnsheiði og vinna með Orku náttúrunnar að því að hækka hitastig á heita vatninu sem kemur frá virkjunum þeirra.
Veitur hvetja fólk til þess að fara sparlega með heita vatnið.