Fyrsti stórnotandinn á helsta orkuvinnslusvæðinu

Halldór Ólafur Halldórsson stjórnarformaður Landeldis og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar …
Halldór Ólafur Halldórsson stjórnarformaður Landeldis og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar staðfestu í dag raforkusamning fyrirtækjanna á athafnasvæði Landeldis í Þorlákshöfn. Ljósmynd/Landsvirkjun

Lands­virkj­un og Land­eldi hf. hafa samið um sölu og kaup á allt að 20 MW raf­orku til nýrr­ar lax­eld­is­stöðvar Land­eld­is í Þor­láks­höfn.

Í til­kynn­ing­unni frá Lands­virkj­un seg­ir að viðræður hafa staðið yfir frá ár­inu 2021.

Á vatnstöku­svæði Land­eld­is í Þor­láks­höfn hef­ur fyr­ir­tækið aðgang að ferskvatni og jarðsjó við kjör­hita­stig allt árið um kring.

„Græna ork­an okk­ar er afar eft­ir­sótt auðlind og orku­fyr­ir­tæki þjóðar­inn­ar vill for­gangsraða orku­sölu til verk­efna sem styðja við verðmæta­sköp­un og sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auðlinda. Lax­eld­is­stöð Land­eld­is er ein­mitt slíkt verk­efni. Við hjá Lands­virkj­un erum spennt fyr­ir fram­hald­inu, þess­ari ein­stöku ný­sköp­un sem jafn­framt er fyrsti stór­not­and­inn á helsta orku­vinnslu­svæði okk­ar á Suður­landi,“ er haft eft­ir Herði Arn­ar­syni, for­stjóra Lands­virkj­unn­ar, í til­l­kynn­ing­unni. 

„Samn­ing­ur­inn við Lands­virkj­un er und­ir­staða okk­ar starf­semi. Land­eldi í Þor­láks­höfn er fram­sækið ný­sköp­un­ar­verk­efni og í samn­ingn­um felst viður­kenn­ing á veg­ferð okk­ar í að bæta hringrás­ar­hag­kerfið. Jafn­framt ber samn­ing­ur­inn og stærð hans vott um vel nýtt sam­keppn­is­for­skot sem við Íslend­ing­ar búum að í um­hverf­i­s­vænni sjálf­bærri raf­orku. Lax Land­eld­is er holl og góð vara, sjálf­bær mat­væla­fram­leiðsla og svar­ar kall­inu eft­ir auknu mat­væla­ör­yggi,“ er haft eft­ir Hall­dóri Ólafi Hall­dórs­syni, stjórn­ar­for­manni Land­eld­is, í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is