Má blanda saman 55% súkkulaði og rjómasúkkulaði?

mbl.is/Irja Gröndal

Allt sem er ein­falt er gott. Hvernig væri að prófa að blanda sam­an líf­rænu 55% súkkulaði og mjólk­ursúkkulaði? Má það? Já, það má allt á jól­un­um, en það er ein­mitt tím­inn til þess að njóta sín í skamm­deg­inu.

200 g líf­rænt og dökkt 55% súkkulaði frá Ängla­mark með pist­así­um og sjáv­ar­salti

200 g líf­rænt mjólk­ursúkkulaði frá Ängla­mark með kara­mellu og sjáv­ar­salti

hand­fylli þurrkuð líf­ræn trönu­ber

hand­fylli af salt­hnet­um frá Ängla­mark

Aðferð

Byrjaðu að á að setja svo­lítið vatn í pott og láttu suðuna koma upp. Svo skaltu bræða 55% súkkulaðið yfir vatnsbaði. Settu bök­un­ar­papp­ír á plötu sem kemst inn í frysti. Ágætt get­ur verið að nota stórt mót. Helltu súkkulaðinu í mótið, dreifðu vel úr því og settu í frysti. Meðan það kóln­ar í fryst­in­um er skál­in þrif­in og mjólk­ursúkkulaðið brætt með sömu aðferð. Takið mótið úr fryst­in­um, hellið ljós­ara súkkulaðinu ofan á og skreytið með því sem ykk­ur þykir gott. Hér voru salt­hnet­ur og trönu­ber notuð sem skraut.

mbl.is/​Irja Grön­dal
Irja Grön­dal
mbl.is/​Irja Grön­dal
mbl.is/​Irja Grön­dal
mbl.is/​Irja Grön­dal
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: