„Nema þú skilgreinir fyrir mig hvað er frétt“

Höfuðstöðvar N4 eru á Akureyri.
Höfuðstöðvar N4 eru á Akureyri. mbl.is/Hafþór

„Þetta er ekki eyrna­merkt ein­um fjöl­miðli eða eitt­hvað slíkt. Við vor­um ekki að biðja um þetta fyr­ir eitt fyr­ir­tæki,“ seg­ir Jón Stein­dór Árna­son, stjórn­ar­formaður N4, í sam­tali við mbl.is um 100 millj­ón króna styrk til fjöl­miðla á lands­byggðinni sem fram­leiða eigið efni fyr­ir sjón­varps­stöð.

N4 lagði fram beiðni fyr­ir fjár­laga­nefnd Alþing­is 1. des­em­ber þar sem lagt var til að þessi upp­hæð yrði veitt sem styrk­ur. Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar samþykkti síðan þá til­lögu. 

Jón seg­ir að miðill­inn hafi sent beiðni til fjár­laga­nefnd­ar vegna erfiðrar stöðu sem miðill­inn sér fram á í rekstri einka­rek­inna fjöl­miðla. „Það risti ekki dýpra en það.“

Ekki búið að út­færa styrk­inn

Spurður hvort hon­um finn­ist ekk­ert at­huga­vert við það, að með styrkn­um fengi N4 lík­lega stærsta styrk allra einka­rek­inna fjöl­miðla á land­inu, seg­ir Jón að erfitt sé að tjá sig um það.

Hann bend­ir á að það sé ekki búið að út­færa styrk­inn á neinn hátt. 

„Það eru í raun bara get­gát­ur ef maður ætl­ar að reyna að geta sér til um hvernig þessu verður öllu skipt. Þetta er al­veg óút­fært,“ seg­ir Jón en það er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra að út­hluta styrkn­um. 

Hann seg­ir að, ef að styrkn­um verði, þá verði von­andi auðveldrara að fram­leiða efni í fjöl­miðlum á lands­byggðinni, sér­stak­lega fyr­ir sjón­varp. 

„Það hlýt­ur að vera fagnaðarefni,“ seg­ir Jón. 

„Hvað er frétt“

Eng­inn starfsmaður N4 er titlaður sem rit­stjóri, og þá ber held­ur eng­inn titil­inn fréttamaður.

Lítið þið samt á ykk­ur sem fréttamiðil?

„Það er svo­lítið erfitt að svara fyr­ir það nema þú skil­grein­ir fyr­ir mig hvað er frétt,“ seg­ir Jón og bend­ir á að hann skipti sér ekki af rekstri fyr­ir­tæk­is­ins þar sem hann sé stjórn­ar­formaður í fé­lag­inu. 

María Björk Ingv­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri N4, var ekki laus í viðtal við mbl.is í dag en beiðnin til fjár­laga­nefnd­ar er frá henni kom­in. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina