Samþykkt að tvöfalda frítekjumark öryrkja

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frí­tekju­mark ör­orku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­isþega nærri því tvö­fald­ast eft­ir ára­mót. 

Frum­varp Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra um hækk­un á frí­tekju­mark­inu var samþykkt á Alþingi í dag. 

Þetta er í fyrsta skipti frá ár­inu 2009 sem frí­tekju­markið verður hækkað en breyt­ing­arn­ar taka gildi 1. janú­ar 2023, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­inu.

Frí­tekju­markið hækk­ar þá úr 110.000 krón­um á mánuði í 200.000 krón­ur, eða um 2,4 millj­ón­ir á ári.

mbl.is