Útlendingafrumvarp af dagskrá þingsins fyrir jól

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Útlend­inga­frum­varp Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra verður tekið af dag­skrá þings­ins fyr­ir jól og verður því ekki af­greitt fyrr en á nýju ári.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Pír­öt­um, en frum­varpið verður einnig tekið aft­ur fyr­ir í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd eft­ir ára­mót sem liður í þingloka­samn­ing­um Pírata fyr­ir þingslit.

„Pírat­ar fagna þess­um áfanga­sigri í bar­áttu sinni gegn mann­fjand­sam­legu frum­varpi rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sem lagt er fram til höfuðs eins jaðar­sett­asta hóps fólks í ís­lensku sam­fé­lagi, fólks á flótta,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Friðsæl­ar stund­ir til að end­ur­skoða af­stöðuna

„Eft­ir stend­ur að full­trú­ar meiri­hlut­ans standa áfram kyrfi­lega í vegi fyr­ir því að óháð álits­gerð sé feng­in um lög­mæti frum­varps­ins, með til­liti til þess hvort frum­varpið sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá og öðrum alþjóðleg­um mann­rétt­inda­skuld­bind­ing­um ís­lenska rík­is­ins,“ seg­ir þar jafn­framt.

Einnig er tekið fram að það sé ein­læg von Pírata að friðsæl­ar stund­ir á jóla­hátíðinni geri stjórn­ar­liðum kleift að end­ur­skoða af­stöðu sína gagn­vart ólýðræðis­leg­um og ógagn­sæj­um vinnu­brögðum í mál­inu.

mbl.is