Fjárlög 2023 samþykkt á Alþingi

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sleit þingfundi fyrir stuttu.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sleit þingfundi fyrir stuttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjár­lög fyr­ir árið 2023 hafa verið samþykkt á Alþingi og er þingið jafn­framt komið í jóla­frí. 

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins seg­ir að meg­in­stef fjár­laga fyr­ir árið 2023 sé áfram­hald­andi styrk­ing innviða og grunnþjón­ustu og áhersla á að verja kaup­mátt og viðhalda raun­v­irði bóta al­manna­trygg­inga. Lög­in tryggi auk­in fram­lög til nokk­urra veiga­mik­illa mála­flokka.

„Þar vega heil­brigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í fram­lög. Að frá­töld­um launa- og verðlags­breyt­ing­um þá eru fram­lög til heil­brigðismála auk­in um um ríf­lega 17 ma.kr. frá gild­andi fjár­lög­um eða sem nem­ur 5,5%,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar eru einnig nefnd lög­gæslu­mál, mál­efni ör­yrkja og fatlaðs fólks, orku­mál og ný­sköp­un, þar sem bætt hafi verið í fram­lög.

mbl.is