Loðnumælingin ekki marktæk

Guðmundur J. Óskarsson.
Guðmundur J. Óskarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um há­marks­afla vegna loðnu­vertíðar­inn­ar sem nú er nýhaf­in verður ekki end­ur­skoðuð á grund­velli niðurstaðna sér­staks des­em­ber­leiðang­urs stofn­un­ar­inn­ar þar sem mæl­ing­in þykir ekki mark­tæk. Þetta seg­ir Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Farið var í um­rædd­an leiðang­ur vegna mik­ils mis­ræm­is milli mæl­inga á ung­loðnu haustið 2021 og mæl­inga síðastliðið haust sem leiddi til þess að ráðgjöf­in nam 218.400 tonn­um. Það er næst­um helm­ing­ur þess sem gert var ráð fyr­ir.

Guðmund­ur seg­ir að í leiðangr­in­um sem er ný­lokið hafi haf­ís aftrað yf­ir­ferð skip­anna úti fyr­ir Vest­fjörðum og norðvest­ur­miðum. „Það var lítið af loðnu komið inn á svæðið enn sem komið er. Það var loðnu að finna úti fyr­ir Vest­fjörðum og með kant­in­um allt aust­ur að Kol­beins­eyj­ar­hrygg en lítið aust­an við hann. Þannig var nær enga loðnu að sjá hjá Beiti á norðaust­ur­svæðinu. Fyr­ir vest­an var loðnutorf­ur til að mynda að finna í námunda við ís­rönd­ina. Við ger­um því ráð fyr­ir að loðnan sé ekki geng­in að norðan nema að litlu leyti og sé enn að finna und­ir ísn­um. Það var því mat okk­ar að mæl­ing­in gæfi ekki mark­tæka mynd af stærð veiðistofns­ins og veiðiráðgjöf­in fyr­ir kom­andi vertíð yrði því ekki end­ur­skoðuð út frá þess­um niður­stöðum.“

Beit­ir NK, sem tók þátt í leiðangr­in­um, hóf loðnu­veiðar ný­verið og kom með fyrstu 1.300 tonn­in til lönd­un­ar í Nes­kaupstað á þriðju­dag. Afl­inn er unn­inn í nýrri verk­smiðju Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: