Niðurstaðan hefur ekki áhrif áætlanir Eskju

Páll Snorrason, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði, kveðst ekki hafa …
Páll Snorrason, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði, kveðst ekki hafa gert ráð fyrir að desemberleiðangur HAfarnnsóknastofnunar myndi skila viðbótakvóta í loðnu. Ljósmynd/Eskja

Páll Snorra­son, fram­kvæmda­stjóri Eskju, seg­ist ekki hafa átt von á því að leiðang­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar nú í des­em­ber myndi skila viðbót­arkvóta í loðnu. Áætlan­ir Eskju vegna loðnu­vertíðar­inn­ar munu því ekki taka ein­um breyt­ing­um.

Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar,  seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að des­em­ber­mæl­ing­in gefi ekki mark­tæka mynd af stærð veiðistofns­ins og veiðiráðgjöf­in fyr­ir kom­andi vertíð yrði því ekki end­ur­skoðuð. End­an­leg­ar niður­stöður leiðang­urs­ins verða kynnt­ar eft­ir helgi.

„Við hjá Eskju erum að nýta tím­ann núna í viðhalds­verk­efni, koma fyr­ir nýj­um sjóðurum í mjöl og lýs­is­vinnsl­una hjá okk­ur og svo er Jón Kjart­ans­son SU 111 í Fær­eyj­um í viðhaldi,“ seg­ir Páll. Þá sé gert ráð fyr­ir að fara á kol­munna í byrj­un janú­ar til að klára þær veiðar.

„Þessi leiðang­ur hef­ur því eng­inn áhrif á okk­ar plön en við erum með um 17 þús. tonn af heim­ild­um sem verður unnið í mann­eldi hjá okk­ur í fe­brú­ar og mars en við von­umst nú samt til að mæl­ing í janú­ar muni gefa betri niður­stöðu og staðfesta upp­hafskvót­ann og von­andi skila ein­hverri viðbót,“ út­skýr­ir hann.

mbl.is