Töfrandi jólastemning í Englandi

Ljósmynd/airbnb.com

Það er óhætt að segja að jólaandinn sé á sveimi yfir suðvesturhluta Englands, en þar má finna sjarmerandi lúxusíbúð þar sem falleg hönnun og töfrandi jólastemning mætast. Þó íbúðin hafi nýlega verið uppgerð var haldið í upprunalega hönnun hennar sem skapar skemmtilegan karakter.

Útskornir listar á veggjum og í lofti gefa íbúðinni mikinn glæsibrag ásamt fallegum gluggum og hurðum. Í stofunni eru jarðlitir áberandi í bland við fallega græna og appelsínugula tóna. Þá hefur jólatré verið komið þar fyrir og skreytt með fallegum jólakúlum í ljósum tónum. 

Í eldhúsinu er falleg dökkblá innrétting með viðarplötu, en það eru hinar vinsælu og tímalausu „subway-flísar“ sem skilja að neðri og efri skápa innréttingarinnar. Svart parket er á gólfi eldhússins sem tónar vel við róandi bláan lit á veggjunum. 

Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í íbúðinni, en svefnherbergin hafa bæði verið máluð í bláum lit, annað ljósara en hitt dekkra. „Subway-flísarnar“ koma aftur við sögu á baðherbergjum íbúðarinnar og gefa þeim stílhreint yfirbragð. 

Hægt er að leigja íbúðina út á Airbnb, en þar er pláss fyrir allt að sex gesti hverju sinni. Í desember kostar nóttin um 300 Bandaríkjadali, eða rúmlega 42 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is