Vill helst ekki tala um annað en sjávarútveg

Margrét Kristín Pétursdóttir gæðastjóri hjá Vísi hf. tók við formennsku …
Margrét Kristín Pétursdóttir gæðastjóri hjá Vísi hf. tók við formennsku á aðalfundi félags kvenna í sjávarútvegi í september. Fundað var á Akureyri og frystihús Samherja á Dalvík heimsótt. Mynd: Þórkatla Alberdóttir Ljósmynd/Þórkatla Alberdóttir

Óhætt er að segja að Margrét Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Vísi hf. og nýr formaður Félags kvenna í sjávarútvegi, hafi nokkuð sterka tengingu við sjávarútveginn, en hún tilheyrir fjölskyldunni sem rekið hefur Vísi hf. í áratugi og má rekja þá sögu til 1930 þegar langafi hennar keypti sinn fyrsta bát á Þingeyri.

Hún viðurkennir þó að ekki hafi ávallt verið ætlunin að enda í sjávarútveginum, en nú sé fátt áhugaverðara. „Mér finnst þetta skemmtilegra með hverjum deginum. Maður er alveg „húkt“ og vill helst ekki tala um annað þegar maður kemur heim,“ segir Margrét. Hún hlær og bætir við: „Stundum hugsa ég að ég sé orðin eins og pabbi.“ En faðir hennar er Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

Vísir er rótgróið fyrirtæki í Grindavík.
Vísir er rótgróið fyrirtæki í Grindavík.

En hvað varð til þess að Margrét gaf kost á sér til formennsku á aðalfundi félagsins á Akureyri í september síðastliðnum?

„Mér finnst þetta félag mikilvægt og það vantar fleiri konur í greinina. Þessi félagsskapur hefur verið skemmtilegur og faglegur — maður hefur lært svo margt af honum. Svo er þetta ákveðin ástríða hjá mér að bæta stöðu kvenna í greininni. Ég var spennt fyrir því að leggja mitt af mörkum,“ svarar hún.

Lesa má viðtalið við Margréti í desemberútgáfu 200 mílna, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: