Fía fékk trúlofunarhring á aðfangadagsmorgun

Fía Ólafsdóttir.
Fía Ólafsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Fía Ólafs­dótt­ir, hársnyrt­ir og áhuga­bak­ari, nýt­ur þess að nostra við bakst­ur og inn­pökk­un gjafa í aðdrag­anda jól­anna. Ilm­ur­inn í eld­hús­inu kem­ur Fíu í jóla­skap. 

„Ég elska jól­in og sér­stak­lega aðvent­una. Alla jóla­hitt­ing­ana, stemn­ing­una, ljós­in og tón­list­ina. Ég stelst stund­um til að hlusta á jóla­lög þótt það sé jafn­vel vor eða sum­ar,“ seg­ir Fía.

Hvað kem­ur þér í jóla­skap?

„Það þarf ekki mikið til að koma mér í jóla­skap, en það sem mér dett­ur fyrst í hug er ilm­ur­inn af gul­um saffran­snúðum sem við mamma höf­um bakað sam­an í des­em­ber frá því ég man eft­ir mér.“

Hvað finnst þér ómiss­andi að gera á aðvent­unni?

„Ég held aðvent­una hátíðlega, kveiki á mörg­um kert­um. Mér finnst gam­an að pakka inn svo ég dreifi því vel yfir nóv­em­ber og des­em­ber, dúlla við það, horfi á Christ­mas Vacati­on, fæ mér malt og app­el­sín og smá­kök­ur.“

Skemmti­legra að baka

„Ég baka yf­ir­leitt það sama, en bæti oft við ein­hverju sem ég hef ekki gert áður. Söru­bakst­ur með ömmu og saffran­snúðar með mömmu verður samt alltaf að vera. Mér finnst mun skemmti­legra að baka en elda en geri það þó stund­um. Maggi minn er ann­ars helsti kokk­ur­inn á heim­il­inu enda aga­lega flink­ur í því,“ seg­ir Fía.

„Á jól­un­um borðum við puru­steik, með brúnuðum kart­öfl­um, eplar­auðkáli, sveskj­um og sósu auðvitað, en það er brún sósa með mys­ingi. Langamma mín Alda kenndi mér það, sem er al­gjört lyk­il­atriði. Svo er það riz à l'am­ande sem mamma ger­ir, ég veit að öll­um finnst senni­lega þeirra riz à l'am­ande best, en ég lofa; þetta er ein­stakt og með marsíp­ani.“

Eru ein­hver jól eft­ir­minni­legri en önn­ur?

„Eft­ir­minni­leg­ustu jól­in eru senni­lega þegar ég fékk fal­lega trú­lof­un­ar­hring­inn minn á aðfanga­dags­morg­un, þar sem ég horfði á jóla­barna­tím­ann á gólf­inu heima með strák­un­um mín­um.“

Hvernig verða jól­in í ár?

„Jól­in í ár verða frek­ar hefðbund­in, annað væri óþægi­legt. Fjöl­skyld­an hitt­ist heima hjá mér og við borðum, opn­um gjaf­ir og spil­um. Svo eru það jóla­boðin, en ég hef alltaf mjög gam­an af þeim.“

Jóla­leg­ar möndl­u­kúl­ur

„Kök­urn­ar sem ég bakaði fyr­ir jóla­blaðið heita möndl­u­kúl­ur og eru ekki beint jóla en ég hef gert þær að jóla í mín­um hefðum. Marsíp­an og fal­legt rautt ber er bara svo hátíðlegt og gott á bragðið.“

Möndl­u­kúl­ur

Hrá­efni:

200 g mjúkt smjör

200 g rifið marsíp­an

3 dl hveiti

1-2 eggja­hvít­ur

100 g möndlu­f­lög­ur

kirsu­berja­kokteil­ber

Aðferð:

1. Hitið ofn­inn í 175 gráður.

2. Hrærið smjörið létt, bætið svo rifnu marsíp­ani og hveiti út í smjörið.

3. Mótið deigið í þunn­ar rúll­ur, skerið þær í jafna bita og myndið kúl­ur.

4. Penslið kök­urn­ar með eggja­hvítu, veltið þeim upp úr möndl­umjöl­inu og raðið á bök­un­ar­papp­ír.

5. Skreytið kök­urn­ar með kokteil­beri, skornu í tvennt eða smærri bita.

6. Bakið kök­urn­ar í 8-10 mín­út­ur, auðvitað mis­mun­andi eft­ir ofn­um. (Ættu að verða um 40 kök­ur.)

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: