Markmiðið að hafa „sixpack“ fimmtugur

Þröstur Njálsson á Helgu Maríu er allt annar maður í …
Þröstur Njálsson á Helgu Maríu er allt annar maður í dag eftir að hafa tekið líkamann í gegn. Samsett mynd

Sjó­maður­inn Þröst­ur Njáls­son á Helgu Maríu RE svar­ar eld­hress er blaðamaður slær á þráðinn. Hann er ekki lítið stolt­ur af sjálf­um sér þegar spurt er hvernig hafi tek­ist að taka skrokk­inn í gegn, enda má hann vera hreyk­inn af því að hafa náð al­gjör­um viðsnún­ingi í heilsu­far­inu.

„Ég var orðinn allt of þung­ur og þurfti að breyta til. Kom­inn á fer­tugs­ald­ur­inn og komst bók­staf­lega ekki í sokk­ana, ég passaði ekki í bux­urn­ar. Ég var kom­inn í þrjú XL og sagði við sjálf­an mig: Þetta bara geng­ur ekki leng­ur,“ seg­ir hann.

Ísfiskitogarinn Helga María AK.
Ísfiski­tog­ar­inn Helga María AK. Ljós­mynd/​Brim

Í ferli eins og þessu er mik­il­vægt að gera það sem maður get­ur gert frem­ur en að gera ekki neitt, út­skýr­ir Þröst­ur. „Það er hrika­lega erfitt að byrja. Ég hugsaði með mér að ég myndi byrja á að labba tvo kíló­metra og var í 26 mín­út­ur að taka þá. Svo hugsaði ég með mér að reyna alltaf að vera aðeins fljót­ari og aðeins mánuði seinna var ég bara 11 mín­út­ur að ná tveim­ur kíló­metr­um. Ég ætlaði að byrja á að taka arm­beygj­ur gat ég ekki tekið þrjár. Ég tók tvær og gafst upp. Svo hugsaði ég að ég myndi taka tíu yfir dag­inn. Núna þegar ég er úti á sjó eru átta tíma vakt­ir og ég er að taka 400 arm­beygj­ur á hverri ein­ustu vakt.“

Það geta oft verið erfiðir dag­ar á sjó og viður­kenn­ir Þröst­ur að það get­ur verið freist­andi að vera góður við sig eft­ir krefj­andi vinnu­dag. „Já, það er mjög al­gengt að menn fara í sjopp­una til að ná sér í nammi og fara í koj­una. Þeir gefa sér rosa mikið frí. Ég gef mér bara ekk­ert frí, ég fer frek­ar á æf­ingu. Ég er með mark­mið um að vera fimm­tug­ur með six-pack,“ seg­ir Þröst­ur og hlær.

Viðtalið við Þröst má lesa í des­em­berút­gáfu 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: