Bjó til jóladagatal úr gömlum gallabuxum

Tón­list­ar­kon­an Guðrún Árný er mikið jóla­barn. Fyr­ir hver jól set­ur fjöl­skyld­an upp jólaþorp inni í stofu. Þau halda líka upp á jóla­da­ga­tal sem Guðrún Árný bjó til úr göml­um galla­bux­um og laum­ar ýms­um glaðning­um og góðgæti ofan í hvern vasa.  Hún sagði frá jóla­hefðum sín­um í Jóla­blaði Nettó:

Des­em­ber er að mestu frá­tek­inn fyr­ir tónlist en hinir ár­legu jóla­tón­leik­ar Guðrún­ar Árnýj­ar fóru fram í Víðistaðakirkju í Hafnar­f­irði 11. des­em­ber.

„Ég er svaka­lega hefðbund­in þegar kem­ur að jóla­tón­list­inni. Ég breyti lítið laga­val­inu mínu, því fyr­ir mér er það jóla­leg­ast sem maður er van­ur að heyra og heyr­ir ár eft­ir ár. Ég bæti bara ör­litlu nýju við.“ 

Guðrún Árný gaf ein­mitt út glæ­nýtt lag fyr­ir jól­in.

„Ég var að gefa út nýtt jóla­lag sem er um mig og minn­ing­una þegar ég hitti mann­inn minn fyrst. Þegar maður gef­ur út lag sem er svona per­sónu­legt, þá tek­ur það al­veg á taug­arn­ar. Ég er svo stolt af lag­inu; ég samdi bæði lag og texta. Það heit­ir Des­em­ber og er á öll­um miðlum,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún von­ist til að sem flest­ir hlusti á lagið.  

Af­slöpp­un og jólaís

Guðrún Árný seg­ist vera frek­ar vana­föst í kring­um jól­in. „Ég baka það sama á hverju ári. Jóla­boðin eru fast­ur punkt­ur á aðvent­unni, bæði nokkr­ir hitt­ing­ar fyr­ir aðfanga­dag og svo stór­fjöl­skyldu­hitt­ing­arn­ir eft­ir jól. Svo er mik­il­vægt að muna að slaka á. Ef ég fer ekki úr nátt­föt­un­um, þá slaka ég mest á,“ seg­ir Guðrún Árný hlæj­andi og bæt­ir við:

„Þetta er ágætt trix.“

Á aðfanga­dag fagn­ar fjöl­skyld­an heima við og stund­um eru ömm­ur og afar með.

„Við setj­umst niður að borða kl. 18. Hlust­um á klukk­urn­ar hringja inn jól­in og borðum sam­an og hlust­um á mess­una. Svo opn­um við pakk­ana og fáum okk­ur ís seint um kvöldið.“

Ísinn er eig­in­lega hápunkt­ur­inn.

„Mín helsta hefð er að gera jólaís­inn henn­ar ömmu minn­ar; án hans væru bara ekki jól hjá mér. Mér finnst hann svo góður að ég borða yfir mig og geri hann þess vegna BARA á jól­un­um.“ Þegar við biðjum Guðrúnu Árnýju um að deila upp­skrift­inni með les­end­um, seg­ir hún kím­in: „Amma mín myndi bil­ast ef ég deildi ís­upp­skrift­inni, svo ég læt það duga að deila upp­á­halds­smá­kök­un­um okk­ar.“ 

Engi­fer­kök­ur (pip­ar­kök­ur)

500 g púður­syk­ur

2 egg

250 g smjör­líki

500 g hveiti

1 tsk. ger (lyfti­duft)

1 tsk. mat­ar­sódi

1 tsk. neg­ull

1 tsk. kanill

2 tsk. engi­fer

Krem

1 eggja­hvíta

Flór­syk­ur

Vanilla

Mat­ar­lit­ur


Aðferð

Stillið ofn­inn á 200°C. Hrærið sam­an smjör­líki, púður­sykri og kryddi. Hrærið síðan eggj­un­um sam­an við. Bætið hveiti, geri (lyfti­dufti) og mat­ar­sóda út í deigið og hrærið öllu sam­an.

Best er að fletja deigið út með því að setja stóra kúlu á smjörpapp­ír, leggja annað blað af smjörpapp­ír ofan á og rúlla yfir með köku­kefli. Svo er efri smjörpapp­ír­inn tek­inn af og form notuð til að skera út kök­ur. Þannig þorn­ar deigið ekki með of miklu hveiti.

Bakið kök­urn­ar við 200°C í 8–10 mín­út­ur.

Til að búa til kremið er best að þeyta eggja­hvít­una og bæta flór­sykri út í smám sam­an þar til kremið er orðið hæfi­lega þykkt. Setjið nokkra vanillu­dropa út í og þann mat­ar­lit sem þið viljið.

mbl.is