Búið að opna veginn um Kjalarnes

Staðan á Kjalarnesi í dag.
Staðan á Kjalarnesi í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

Búið er að opna veginn um Kjalarnes, enn er þó snjóþekja og mjög hvasst og vegfarendur beðnir að fara varlega. 

Á vef Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði sé lokaður. 

Hellisheiði og Þrengslin eru bæði opin en þó er hálka, skafrenningur, þæfingsfærð og slæmt skyggni. 

Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir en Grindavíkurvegur og vegurinn niður í Voga eru áfram lokaðir en unnið er að opnun.

Holtavörðuheiði opin 

Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en sjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku og þar er mjög slæmt skyggni. 

Á Vestfjörðum er lokað á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Dynjandisheiði. 

Lokað er á Öxnadalsheiði og Þverárfjalli en ófært á Víkurskarði og í Ólafsfjarðarmúla. 

Á Austurlandi er Fjarðarheiði lokuð en þungbært og skafrenningur á Fagradal og á leiðum í kringum Egilsstaði. 

Þá er vegurinn við Kirkjubæjarklaustur og austur að Jökulsárlóni lokaður, en snjóþekja og skafrenningur er frá Vík að Kirkjubæjarklaustri. Verið er að skoða þessar leiðir og vonast er til þess að hægt verði að opna þær síðar í dag. 

Víða eru vegir enn lokaðir, m.a. við Kleifarvatn þar sem …
Víða eru vegir enn lokaðir, m.a. við Kleifarvatn þar sem þessi mynd var tekin um helgina. Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is