„Farþegar á leið í flug um Keflavíkurflugvöll í dag eru hvattir til að koma ekki á einkabílum sínum á völlinn,“ segir Isavia í fréttatilkynningu.
Segir þar enn fremur að aðgengi og færi að P3-langtímastæðinu sé takmarkað vegna skafrennings og hvetur Isavia farþega því til að taka rútur á völlinn eða fá þangað far, erfiðlega hafi gengið að sinna snjóruðningi á langtímastæðinu í dag og í gær og ógreiðfært eftir því.
Mun Isavia senda frá sér tilkynningu þegar aðgengi að stæðinu skánar.