Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að veðrið á aðfangadag „líti ekkert svo illa út“.
„Eins og spáin er núna þá er þetta tiltölulega róleg norðanátt með einhverjum éljum á Norðurlandi en líklega þurrt hérna sunnanlands og kalt,“ segir hann.
Birgir segir að allar líkur séu á að snjór verði áfram á jörðu.
„Það er útlit fyrir hvít og köld jól. Eins og spáin er núna er ekki útlit fyrir neitt illviðri.“