„Það eru í raun engin vonbrigði, það hefur ekki oft náðst að mæla loðnu á þessum tíma, en að sama skapi er mikilvægt að vera með stöðumat á hvert gangan er komin, til að tímasetja janúarleiðangurinn,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, um loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar í Morgunblaðinu í dag.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag þótti mæling desemberleiðangurs Hafró ekki marktæk. Ráðgjöf um hámarksafla vegna loðnuvertíðarinnar verður því ekki endurskoðuð á grundvelli leiðangursins. Meðal þess sem aftraði yfirferð skipa í leiðangrinum var hafís úti fyrir Vestfjörðum og norðvesturmiðum.
„Það liggur alveg fyrir að við munum haga veiðum og nýtingu með þeim hætti að við eigum aflaheimildir í okkar verðmætustu framleiðslu,“ segir Gunnþór.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.