María Thelma fékk bónorð á Thorsplani

María Thelma Smáradóttir og Steinar Thors eru trúlofuð.
María Thelma Smáradóttir og Steinar Thors eru trúlofuð. Ljósmynd/Facebook

María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors eru trúlofuð. Steinar fór á skeljarnar þegar parið var í jólagöngutúr í Hafnarfirði. María Thelma greinir frá á samfélagsmiðlum. 

„Jólagöngutúrinn á Thorsplaninu í Hafnarfirði tók ansi óvænta stefnu þegar minn allra besti fór á skeljarnar og að sjálfsögðu sagði ég JÁ! Að okkur óafvitandi stóð kona álengdar og festi augnablikið á myndband! Við eyddum svo restinni af deginum út um allar trissur þar sem við skáluðum og fögnuðum ástinni,“ skrifar María Thelma. 

María Thelma lék í kvikmyndinni Arctic árið 2018 og hefur einnig farið með hlutverk í íslensku þáttaröðunum Föngum og Ófærð. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is