Mesta frost á landinu mældist í Reykjavík

Víðidalur var kaldasti staður landsins í dag, af þeim sem …
Víðidalur var kaldasti staður landsins í dag, af þeim sem Veðurstofan mælir.

22,8 gráða frost mældist í Víðidal í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Var það mesti kuldi sem mældist á landinu þann sólarhring.

Næstmesti kuldinn mældist í Fossvogsdal, en þar náði frostið 19,7 stigum. Á Sandskeiði varð frostið mest 17,3 gráður.

Engin mælistöð á hálendinu mældi jafnmikið frost, en kaldast varð í Sandbúðum og mældist þar 15,9 gráða frost, samkvæmt upplýsingum úr veðurathugunum Veðurstofunnar.

mbl.is