Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðvesturlandi. Enn er lokað á Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegi en Grindavíkurvegur hefur verið opnaður aftur. Þar skefur mikið á köflum og færð getur spillst fljótt.
Suðvesturland: Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum. Enn er lokað á Mosfellsheiði og Suðurstrandavegi en þæfingsfærð er í Hafnir og þungfært á Vatnsleysuströnd. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 21, 2022
Fyrir norðan er lokað á Öxnadalsheiði og Þverárfjalli, að sögn Vegagerðarinnar. Á flestum vegum er þungfært, þæfingur, hálka eða snjóþekja og skafrenningur, éljagangur eða snjókoma.
Lokað er á Fjarðarheiði á Austurlandi. Þæfingur eða snjóþekja eru víða en þungfært er á Upphéraðsvegi og í Skriðdal.
Á Vestfjörðum er lokað á Dynjandisheiði og ófært á Klettshálsi og í Árneshrepp.