Fátt bendir til að samið verði á næstunni

Síðasta verkfalli sjómanna lauk 2017. Fátt bendir til þess að …
Síðasta verkfalli sjómanna lauk 2017. Fátt bendir til þess að sjómenn hafi áhuga á að beita því vopni til að knýja fram samninga á næstunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lít­ill hvati er um þess­ar mund­ir fyr­ir út­gerðir að ganga að kröf­um sjó­manna í yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum. Á sama tíma er lít­ill hvati fyr­ir sjó­menn að beita aðgerðum til þess að knýja fram samn­inga.

Þetta má lesa í frétta­skýr­ingu í síðasta blaði 200 mílna.

Eitt af helstu ástæðum þess­ar­ar stöðu eru mikl­ar verðhækk­an­ir und­an­far­in miss­eri, en laun sjó­manna eru bund­in því verði sem fæst fyr­ir afl­ann með því að skipt er milli þeirra og út­gerðar þeim tekj­um sem verða til við sölu afl­ans.

Góðar tekjur eru á sjó um þessra mundir.
Góðar tekj­ur eru á sjó um þessra mund­ir. Ljós­mynd/Þ​röst­ur Njáls­son

Ef litið er til þró­un­ar viðmiðun­ar­verðs Verðlags­stofu skipta­verðs, sem er lág­marks­verð vegna upp­gjörs við sjó­menn, sést að sjó­menn hafa getað horft fram á 7,2 % hækk­un greiðslna á und­an­förn­um 12 mánuðum fyr­ir þorsk og 51% hækk­un und­an­farna 18 mánuði. Þá hef­ur lág­marks­greiðsla vegna ýsu hækkað um 2,9% und­an­farið ár en 25% síðastliðið eitt og hálft ár. Hækk­un­in nem­ur 20% fyr­ir ufsa síðustu 12 mánuði og 42% síðustu 18. Þá hef­ur viðmiðun­ar­verð hækkað um 5,1% fyr­ir karfa síðastliðið ár en 9% á und­an­förn­um 18 mánuðum.

Þegar sjó­menn eru al­mennt sátt­ir við kjör sín og verk­föll ólík­leg er ekk­ert sem ger­ir gerð nýrra samn­inga knýj­andi verk­efni fyr­ir út­gerðar­menn. Umræðurn­ar eru því nán­ast sjálf­dauðar eins og staðan er nú og ekk­ert sem bend­ir til þess að það breyt­ist á á næst­unni.

Lesa má grein­ina í heild sinni í des­em­berút­gáfu 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: