Fátt bendir til að samið verði á næstunni

Síðasta verkfalli sjómanna lauk 2017. Fátt bendir til þess að …
Síðasta verkfalli sjómanna lauk 2017. Fátt bendir til þess að sjómenn hafi áhuga á að beita því vopni til að knýja fram samninga á næstunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lítill hvati er um þessar mundir fyrir útgerðir að ganga að kröfum sjómanna í yfirstandandi kjaraviðræðum. Á sama tíma er lítill hvati fyrir sjómenn að beita aðgerðum til þess að knýja fram samninga.

Þetta má lesa í fréttaskýringu í síðasta blaði 200 mílna.

Eitt af helstu ástæðum þessarar stöðu eru miklar verðhækkanir undanfarin misseri, en laun sjómanna eru bundin því verði sem fæst fyrir aflann með því að skipt er milli þeirra og útgerðar þeim tekjum sem verða til við sölu aflans.

Góðar tekjur eru á sjó um þessra mundir.
Góðar tekjur eru á sjó um þessra mundir. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Ef litið er til þróunar viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs, sem er lágmarksverð vegna uppgjörs við sjómenn, sést að sjómenn hafa getað horft fram á 7,2 % hækkun greiðslna á undanförnum 12 mánuðum fyrir þorsk og 51% hækkun undanfarna 18 mánuði. Þá hefur lágmarksgreiðsla vegna ýsu hækkað um 2,9% undanfarið ár en 25% síðastliðið eitt og hálft ár. Hækkunin nemur 20% fyrir ufsa síðustu 12 mánuði og 42% síðustu 18. Þá hefur viðmiðunarverð hækkað um 5,1% fyrir karfa síðastliðið ár en 9% á undanförnum 18 mánuðum.

Þegar sjómenn eru almennt sáttir við kjör sín og verkföll ólíkleg er ekkert sem gerir gerð nýrra samninga knýjandi verkefni fyrir útgerðarmenn. Umræðurnar eru því nánast sjálfdauðar eins og staðan er nú og ekkert sem bendir til þess að það breytist á á næstunni.

Lesa má greinina í heild sinni í desemberútgáfu 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: