Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa verið opnuð á ný. Gott aðgengi á að vera að bílastæðinu þar sem laus stæði eru.
Í tilkynningu frá Isavia, þar sem frá þessu er greint, kemur einnig fram að teymi á flugvellinum hafi unnið langt fram á nótt og annað sé tekið við til að sinna mokstri við flugstöðina. Enn eru bílar fastir í snjónum á svæðinu en fanngerið er gríðarlegt.
Þá er fólk minnt á að best sé að bóka stæðin fyrir fram á vef Isavia.