Leynitrixið hans Simma Vill

Sigmar Vilhjálmsson ætlar að steikja nokkra hamborgara um jólin.
Sigmar Vilhjálmsson ætlar að steikja nokkra hamborgara um jólin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­mar Vil­hjálms­son er þekkt­ur fyr­ir frum­lega ham­borg­ara og hér er upp­skrift­in hans að ekta „jóla­börger“. Hann deil­ir einnig mat­seðli fjöl­skyld­unn­ar á aðfanga­dag með les­end­um Jóla­blaðs Nettó: Sig­mar, eða Simmi Vill eins og flest­ir kalla hann, legg­ur mikið upp úr mat­ar­gerð og sam­veru með fjöl­skyldu í kring­um jól­in.

„Við höf­um haft það fyr­ir sið að stór­fjöl­skyld­an hitt­ist í skötu á Þor­láks­messu og þá skipt­um við með okk­ur gjöf­um. Um kvöldið er farið í miðbæj­arrölt ef veður leyf­ir, ann­ars er Þor­láks­messu­kvöld nýtt til að und­ir­búa mat­ar­gerðina á aðfanga­dag.“

Mat­seld­in hefst um há­degi

Aðfanga­dag­ur fer að miklu leyti í mat­ar­und­ir­bún­ing.

„Mat­seld­in hefst um há­degi. Á mínu heim­ili er jóla­mat­ur­inn hum­ar eða aspassúpa í for­rétt, rjúp­ur í hliðarrétt og hrein­dýra­lund­ir í aðal­rétt með alls kon­ar skemmti­legu meðlæti, eins og rauðvín­sper­um, vill­i­sveppasósu og sæt­kart­öflu­rétti. Í eft­ir­rétt er heima­gerður ís eða mús; í ár verður það súkkulaðipip­ar­kökumús sem er ein­mitt nýj­ung hjá okk­ur í Minig­arðinum fyr­ir þessi jól. Í fyrra var það klár­lega Þristamús­in sem heillaði þjóðina.“

Simmi vand­ar sig sér­stak­lega við aðal­rétt­inn svo hann heppn­ist vel. „Þegar hrein­dýra­lund er elduð skipt­ir miklu máli að snyrta hana vand­lega og fjar­lægja all­ar sin­ar. Síðan er henni lokað á pönnu við snögg­steik­ingu um há­degi og hún lát­in standa al­veg til kl. 17.52 und­ir kryd­d­jurt­um. Síðan er lund­in elduð í ofni í mesta lagi átta mín­út­ur. Þegar klukk­an hring­ir á RÚV þá er lund­in tek­in út og lát­in standa á meðan for­rétt­ur­inn er borðaður. Þá er hún til.“

Spilað fram á nótt

Hrein­dýrið er aðeins einn af mörg­um hápunkt­um kvölds­ins.

„Eft­ir át­veisl­una taka við hefðbund­in pakka­opn­un­ar­störf með kaffi og kon­fekti. Upp úr miðnætti ráðast úr­slit í borðspila­keppni fjöl­skyld­unn­ar. Sig­ur­veg­ar­inn er krýnd­ur og fær glaðning.“

Ekta jóla­börger Simma Vill

175 g Bari­on-borg­ari

reykt bei­kon, steikt

djúp­steikt­ur (eða ör­bylgju­hitaður) ca­m­em­bert

trönu­berjasósa (eða sulta, má vera blá­berja)

Bari­on-gráðaostssósa

kletta­sal­at

flög­ur með dilli

salt, pip­ar og rós­marín

Aðferð

Gott er að krydda ham­borg­ar­ann með salti, pip­ar og smá rós­marínkryddi.

Setjið gráðaostssósu og kletta­sal­at á neðra brauðið. Síðan kem­ur ham­borg­ar­inn með bei­koni og ca­m­em­bert-osti. Loks fer trönu­berjasós­an yfir (ekki mikið) og dill­flög­ur efst til að fá stökka áferð. Lokið borg­ar­an­um síðan með efra brauðinu.

Gott er að smjör­steikja brauðið að inn­an­verðu til að gera þetta sér­lega safa­ríkt.

mbl.is