Allir ættu að geta gert flottan snúð

Hafrún Björnsdóttir segir að bylgjujárn sé eitthvað sem fólk ætti …
Hafrún Björnsdóttir segir að bylgjujárn sé eitthvað sem fólk ætti að eiga til að geta framkallað fallegt jólahár. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hafrún Björns­dótt­ir, förðun­ar­fræðing­ur og hársnyrt­ir, seg­ir gott að und­ir­búa hárið vel fyr­ir aðfanga­dags­kvöld. Stíl­hreinn og flott­ur snúður er til­val­in hár­greiðsla fyr­ir jól­in. Bylgju­járn er jóla­gjöf­in í ár að henn­ar mati.

„Ég ákvað að gera eitt­hvað sem all­ir geta gert en er samt alltaf flott, stíl­hrein­an snúð. Ég skipti hár­inu í miðju og geri mjög þétt tagl og greiði hárið niður með smá vaxi. Ég skipti tagl­inu í tvo hluta og sný þeim sam­an. Svo enda ég á að búa til snúð og festi hann vel með spenn­um og enda svo á að spreyja vel með hár­spreyi,“ seg­ir Hafrún sem starfar á hár­geiðslu­stof­unni Skugga.

Hvernig hár­greiðslur virka best þegar það þarf líka að elda mat all­an dag­inn?

„Það er nátt­úru­lega mjög gott að vera með hárið tekið aðeins frá and­lit­inu eins og til dæm­is greiðslan sem ég gerði hér svo það vill­ist ekki hár ofan í jóla­mat­inn.“

Snúður er þægileg jólagreiðsla en á sama tíma töff.
Snúður er þægi­leg jóla­greiðsla en á sama tíma töff. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Er eitt­hvað sem við erum marg­ar að klikka á þegar við greiðum okk­ur fyr­ir jól­in?

„Fal­leg­ar greiðslur þurfa ekki að vera flókn­ar og það er alltaf gott að vera búin að und­ir­búa hárið vel. Þvo það og blása helst með bursta áður en maður byrj­ar á greiðslunni því ef grunn­ur­inn er góður er svo miklu auðveld­ara að fá út­kom­una sem maður er að leita eft­ir.“

Er ein­hver hár­greiðsla alltaf klass­ísk um jól­in?

„Ég myndi segja að bylgj­ur og liðir séu alltaf mjög klass­ísk­ar og fal­leg­ar greiðslur.“

Hvað er helst í tísku núna í hár­heim­in­um?

„Mér finnst alls kon­ar topp­ar vera í tísku núna, stytt­ur, mjúk­ar bylgj­ur og að vera með vel blásið hár.“

Hvað með liti?

„Hlý­ir tón­ar eru bún­ir að vera áber­andi í haust.“

Ef kon­ur fengju eitt hár­greiðslu­tæki í jóla­gjöf, hvaða tæki ætti það að vera?

„Bylgju­járn – ekki spurn­ing!“

Hárið kemur sérstaklega vel út.
Hárið kem­ur sér­stak­lega vel út. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hvernig er aðvent­an hjá þér?

„Ég er al­gjört jóla­barn og aðvent­an er upp­á­halds­tím­inn minn. Mér finnst æði að fara á jóla­tón­leika, baka nokkr­ar sort­ir af smá­kök­um, líka nota­legt að vera heima og horfa á all­ar jóla­mynd­irn­ar á Net­flix. Svo er nátt­úru­lega brjálað að gera í vinn­unni á aðvent­unni og það er líka bara gam­an.“

Hvað ætl­ar þú að gera um jól­in?

„Ég ætla að vera heima hjá for­eldr­um mín­um með dótt­ur minni á aðfanga­dag, svo eru ein­hver jóla­boð með fjöl­skyld­unni, bara ró­leg og þægi­leg jól eft­ir anna­sam­an des­em­ber­mánuð,“ seg­ir Hafrún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: