Bubbi snýr aftur á Litla-Hraun á aðfangadag

Bubbi Morthens verður með sína árlegu jólatónleika á Litla-Hrauni.
Bubbi Morthens verður með sína árlegu jólatónleika á Litla-Hrauni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bubbi Mort­hens mun snúa aft­ur í fang­elsið Litla-Hraun á aðfanga­dag til að halda sína ár­legu jóla­tón­leika fyr­ir vist­menn. Þrjú ár eru liðin frá því að tón­list­armaður­inn heim­sótti fang­ana yfir hátíðarn­ar síðast en þessi viðburður hef­ur fallið niður í tvígang vegna sam­komutak­mark­ana.

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir ánægju­legt að hægt sé að bjóða Bubba og fleiri skemmtikrafta vel­komna á ný í heim­sókn enda séu hátíðarn­ar gjarn­an erfiðasti tími árs­ins fyr­ir þá sem dvelja í fang­els­um.

„Þetta er sá tími sem fólk eyðir gjarn­an með ást­vin­um sín­um og ára­mót­in eru upp­gjörs­tíma­bil þar sem menn minn­ast kannski þeirra sem eru látn­ir og svo fram­veg­is. Þetta er okk­ar skjól­stæðing­um mjög erfiður tími og við leggj­um mikið upp úr því að reyna að halda hátíðleg jól.

Það aðstoða okk­ur ýms­ir góðir aðilar, bæði ýmis fé­laga­sam­tök eins og Sam­hjálp og Hjálp­ræðis­her­inn sem gefa föng­um gjaf­ir. Svo er helgi­hald í öll­um fang­els­um lands­ins,“ seg­ir Páll.

Heim­sókn­ir flesta daga yfir hátíðarn­ar

Rýmri heim­sókn­ar­tími er yfir hátíðarn­ar þar sem vin­um og vanda­mönn­um býðst að heim­sækja vist­menn alla daga fyr­ir utan aðfanga­dag og gaml­árs­dag. 

Þá hef­ur Afstaða, fé­lag fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, aðstoðað vist­menn í aðdrag­anda jól­anna við ým­is­legt sem koma þarf í verk fyr­ir utan veggja fang­els­anna, til að mynda koma jóla­gjöf­um til skila.

Vist­menn sjá sjálf­ir um elda­mennsk­una og fá þeir tvö­falt fæðisfé yfir hátíðarn­ar til að mat­reiða dýr­ind­is jóla­mat. „Þeir elda nán­ast all­ir sjálf­ir og það fer tölu­verður tími í að und­ir­búa mat­inn.“

Á milli hátíða býðst föng­um svo að sækja hug­leiðslu­nám­skeið í nokkr­um fang­els­um og boðið verður upp á jóla­bíó á sjón­varps­rás­um fang­els­anna. 

Að sögn Páls hef­ur ástandið í fang­els­um lands­ins verið nokkuð gott síðustu vik­ur. Minna hef­ur verið um neyslu sem á það til að aukast í aðdrag­anda jól­anna sam­hliða þeirri van­líðan sem get­ur fylgt þess­um tíma árs.

„Við höf­um bless­un­ar­lega verið nokkuð laus við það þetta árið.“ 

Uppá­tækið reynt aft­ur

Á síðasta ári brugðu fang­ar á Litla-Hrauni á það ráð að stilla skóm sín­um fyr­ir utan fanga­klef­ana í von um að jóla­sveinn­inn myndi koma í heim­sókn og skilja þar eft­ir litla gjöf. Það gekk þó mis­vel og fengu ein­hverj­ir kart­öflu í skó­inn.

„Það hef­ur eitt­hvað verið um það,“ seg­ir Páll og hlær við þegar blaðamaður spyr hvort fang­ar hafi verið að fá í skó­inn. Hann kvaðst þó ekki klár á því hvort ein­hver hefði fengið kart­öflu eins og í fyrra. 

„Okk­ur þótti þetta ansi sniðugt og það var eitt­hvað fram­hald á því hjá ein­hverj­um.“

mbl.is