Skýli sem myndar gönguleið út á langtímastæði við Leifsstöð hefur nú verið rutt að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Snjór fyllti skýlið í morgun.
Verið er að ryðja öll skýli og rými á svæðinu, að sögn Guðjóns.
<h3>Snjórinn verið til trafala</h3>„Þannig að önnur svæði sem kunna að vera undir snjó og eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum eru ýmist nú þegar rudd eða þá á verkefnalista verktaka okkar sem hefur unnið mikið og öflugt starf við þessa erfiðu færð síðustu daga.“
Snjórinn hefur verið höfuðborgarbúum til trafala og stendur Reykjavíkurborg enn í ströngu við mokstur.
Svona leit skýlið út í morgun: