Svona felur þú jólabólurnar

Óunnar myndir af fyrirsætu með ójafna húð fyrir og eftir …
Óunnar myndir af fyrirsætu með ójafna húð fyrir og eftir förðun.

Birna Guðmunds­dótt­ir förðun­ar­fræðing­ur seg­ir alla geta dregið fram það besta í sinni húð og húðvanda­mál þurfa ekki að koma í veg fyr­ir fal­lega förðun. Hér eru nokk­ur skref sem geta hjálpað við að farða ójafna húð.  

„Það er mik­il­vægt að finna vör­ur sem draga fram það besta í húð hvers og eins. Fólk sem fær ból­ur er oft hrætt við að nota nýj­ar vör­ur eða prófa sig áfram, það vill ekki erta húðina frek­ar,“ seg­ir Birna og tek­ur fram að það sé lyk­il­atriði að und­ir­búa húðina vel áður en förðun­ar­vör­ur eru notaðar. Þannig helst farðinn bet­ur á og sest bet­ur á húðina.

Birna seg­ir gott að nota húðvör­ur sem gefa góðan raka en ekki fitu en vör­urn­ar henta vel fyr­ir þá sem eru með feita eða blandaða húð.

„Fyrsta skref er að nota raka­vatnið Yuza Dou­ble Loti­on á hreina húð til að und­ir­búa húðina bet­ur fyr­ir næstu skref. Ég set það í bóm­ull og strýk yfir and­litið en það er einnig hægt að setja í lófa og dúmpa yfir and­litið. Þetta er tveggja fasa raka­vatn sem er stút­fullt af andoxun­ar­efn­um. Ég nota rakaserumið Bam­boo Super Ser­um en það er ríkt af hý­al­úrón­sýru sem er ein­stak­lega raka­gef­andi. Þar næst nota ég rakakremið Bam­boo Crème Frappe sem dregst hratt inn í húðina og og hent­ar mjög vel und­ir farða.“

Það er gott að undirbúa húðina vel.
Það er gott að und­ir­búa húðina vel.

Áður en að byrjað er að farða húðina bend­ir Birna á að bíða í and­ar­tak eða þar til að húðin er búin að draga í sig vör­urn­ar.

„Það er gott að nota CC Red Cor­rect, annað hvort á þau svæði sem eru með roða eða ból­ur eða á allt and­litið. Að nota grænt lita­leiðrétt­andi krem dreg­ur úr roða og jafn­ar áferð húðar­inn­ar. Í þessu kremi er einnig SPF 25 sól­ar­vörn svo með því slærðu tvær flug­ur í einu höggi.

Næsta skref væri Super BB kremið frá Er­bori­an en það er tví­virk vara – bæði farði og dag­krem í einni vöru. Þetta krem er sér­stak­lega hannað fyr­ir ol­íu­kennda, blandaða eða bólótta húð en það inni­held­ur níasína­míð sem dreg­ur úr ból­um og bólgu­mynd­un. Þetta krem er með miðlungsþekju og það stífl­ar ekki svita­hol­urn­ar.

Super BB farðann nota ég á allt and­litið og háls­inn en á augnsvæðið set ég CC Eye cor­rect sem er lita­leiðrétt­andi augnkrem. Það lýs­ir augnsvæðið, nær­ir það og er með SPF 20 sól­ar­vörn. Þetta augnkrem er góður grunn­ur und­ir hylj­ara eða eitt og sér. Það sest ekki í lín­ur og gef­ur augnsvæðinu nátt­úru­legt yf­ir­bragð,“ seg­ir Birna.

Góðar snyrtivörur geta gert mikið fyrir húðina.
Góðar snyrti­vör­ur geta gert mikið fyr­ir húðina.
Það er sniðugt ráð litaleiðrétta erfið svæði með CC Red …
Það er sniðugt ráð lita­leiðrétta erfið svæði með CC Red Cor­rect-krem­inu.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: