10 ráð til að þrauka jólin

Jólin leggjast misjafnlega í fólk en það er margt hægt …
Jólin leggjast misjafnlega í fólk en það er margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Unsplash.com/S-b

Jól­in eru áhuga­verður tími fyr­ir margra hluta sak­ir. Árið er senn á enda og þeir sem hafa keyrt sig út á ár­inu og ekki hugað nóg að hvíld­inni eiga það á hættu að finna fyr­ir mik­illi og upp­safnaðri þreytu. Þá er mik­ill mat­ur á boðstól­um sem get­ur sett svip sinn á melt­ing­ar­kerfið og svo ekki sé talað um vínið og eft­ir­mála þess. Eins get­ur verið að fólk sé bara ekki jóla­börn og vilji kom­ast sem fyrst aft­ur í rútín­una góðu.

Hér koma því nokk­ur góð ráð til þess að þrauka jól­in eða að minnsta kosti að lág­marka „skaðann“ og jafn­vel njóta þeirra.

1. Hreyfðu þig

Reyndu að koma tveggja mín­útna hreyf­ingu að þris­var sinn­um á hverj­um degi á jól­un­um. Þetta gæti verið eins ein­falt og að hlaupa á staðnum eða gera nokkr­ar hné­beygj­ur. Rann­sókn­ir hafa sýnt að ör­lít­il hreyf­ing sé betri en eng­in.

2. Borðaðu hnet­ur

Ósaltaðar hnet­ur inni­halda holl­ar fit­ur­sýr­ur sem efla and­lega heilsu. Rann­sókn­ir hafa sýnt að sex til sjö val­hnet­ur hafa merkj­an­leg áhrif á líðan fólks.

3. Ekki vera á inni­skón­um 

Ef þú þarft að vera við elda­vél­ina all­an dag­inn á jól­un­um þá skaltu vera í góðum skóm sem veita stuðning. Það reyn­ir mikið á fæt­urna að standa á hörðu gólfi til langs tíma og inni­skór eru ekki nógu góðir. Vandaðir striga­skór eru betri kost­ur. Um kvöldið skaltu svo fara í heitt fótabað með sölt­um og nudda feitu kremi á ilj­arn­ar.

4. Reyndu að kom­ast út úr húsi

Hætt er við að maður fari ekki út úr húsi á jól­un­um, sér­stak­lega ef það er snjóþungt eða hálka. Það get­ur hins veg­ar gert krafta­verk fyr­ir skapið að kom­ast út og anda að sér fersku súr­efni. 

5. Önd­un­aræf­ing­ar eft­ir boð hjá tengdó

Stund­um get­ur kvíði og streita látið á sér kræla í fjöl­skyldu­boðum. Vendu þig á að gera önd­un­aræf­ing­ar. Inn um nefið og út um munn­inn. Mundu samt að þér ber eng­in skylda til þess að setja þig í aðstæður sem láta þér líða illa. And­leg heilsa ofar öllu.

6. Ekki borða yfir þig

Það er ekki gam­an að þurfa að byrja nýtt ár með nokk­ur auka­kíló í fartesk­inu. Það stuðlar líka að betri hjarta­heilsu.

7. Ekki bera þig sam­an við aðra

Það er ómögu­legt að keppa við glamúr­mynd­ina sem all­ir láta frá sér á jól­un­um. Mundu að ekki er allt sem sýn­ist á sam­fé­lags­miðlum. Skemmtu þér á þínum for­send­um og sendu góða strauma út í al­heim­inn.

8. Hlúðu að þeim sem eru ein­ir

Ekki eiga all­ir maka eða börn og þurfa því að vera ein­ir á jól­un­um. Það fer mis­jafn­lega í fólk og því er gott að vitja þeirra á jól­un­um, annað hvort með heim­sókn, sím­tali eða bara litlu jóla­korti inn um lúg­una. Ef þú ert einmana skaltu vera ófeim­inn við að slá á þráðinn til vin­ar eða kunn­ingja.

9. Deildu byrðinni

Ef þér finnst allt lenda á þér á jól­un­um þá skaltu reyna að deila byrðinni á fleiri fjöl­skyldumeðlimi. Láttu alla fá eitt­hvað verk­efni svo að þú get­ir einnig notið jól­anna.

10. Hlúðu að þér

Ef þú ert einn á jól­un­um þá skaltu for­gangsraða svefn og lík­ams­rækt. Sinntu þínum áhuga­mál­um og gerðu eins lítið af hvers­dags­leg­um skyldu­störf­um og þú nauðsyn­lega þarft. Ákveddu tíma til þess að hringja í vin og borðaðu mat­inn sem þér finnst best­ur. Prófaðu kannski al­veg glæ­nýja upp­skrift að ein­hverj­um fram­andi rétt.

mbl.is