Listakonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir, betur þekkt sem Tinna Royal, sér til þess að grænu baunirnar, rauðkálið og Royal-búðingurinn verði ekki bara á matardiskum landsmanna um jólin heldur líka á jólatrénu. Skrautið sem Tinna framleiðir er sérlega sniðugt í pakkana, skóinn og til þess að setja í skreytingar utan á pakkana. Rauðkálið, grænu baunirnar og búðingurinn eru ekki það eina sem fæst í vefverslun Tinnu, tinnaroyal.store, heldur líka ýmislegt íslenskt nammi sem hún hefur gert jólakúlur úr.