Það liggur ekki nokkur vafi á því að jólin í ár verða hvít fyrir þá landsmenn sem ekki hafa lagt land undir fót. Snjó hefur kyngt niður á Suðurlandinu þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, sem kætir eflaust marga enda skapar þetta veðurfar afar hátíðlega og jólalega stemningu.
Færðin á götum og stígum batnar þó ekki og hafa ökumenn verið að festa bíla sína í fannferginu.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlands, segir að unnið sé nú hörðum höndum að því að halda öllum vegum Reykjavíkur greiðfærum.
Fórtán tæki voru send út klukkan níu í morgun til að moka hjólreiða- og göngustíga, og níu tæki eru nú að störfum við að moka göturnar til að greiða leiðina fyrir bílaumferð.
Vinna við að moka stígana mun halda áfram til klukkan fjögur í dag en moksturstækin á götunum verða lengur að, að sögn Hjalta.