Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra þar sem þungfært er og þæfingur. Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði lokað var fyrir umferð fyrir um klukkutíma. Þá var veginum um Mývatnsöræfi einnig lokað.
Þetta kemur fram í færlsu lögreglunnar á Austurlandi og á vef Vegagerðarinnar.
Vegna mikillar úrkomu í nótt hefur færð spillst víða um land. Hálka er á flestum leiðum um Austurland en ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði.
Lögreglan hvetur fólk til að fylgjast vel með færð inn á vef Vegagerðarinnar.