Forsetahjónin heimsóttu sjúklinga og starfsfólk

Tekið á móti hjónunum við Kringluna á Landspítala.
Tekið á móti hjónunum við Kringluna á Landspítala. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson/Landspítali

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands og El­iza Reid for­setafrú komu í heim­sókn á Land­spít­ala síðdeg­is í gær og heilsuðu upp á bæði sjúk­linga og starfs­fólk.

Við Hring­braut heim­sóttu for­seta­hjón­in hjarta­deild, eld­hús og geðdeild­ir en í Foss­vog­in­um kíktu þau við á bráðamót­töku og gjör­gæslu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu spít­al­ans.

Run­ólf­ur Páls­son, for­stjóri Land­spít­ala, Gunn­ar Ágúst Bein­teins­son, fram­kvæmda­stjóri mannauðsmá­la, og Þór­unn Odd­nýu Steins­dótt­ir skrif­stofu­stjóri, tóku á móti hjón­un­um við Kringl­una á Land­spít­ala í jóla­legri hríðarmuggu.

mbl.is