Mikil úrkoma hefur verið í nótt og er víða þungfært, ófært eða þæfingsfært víða á landinu. Á Suðurlandi hefur hringveginu verið lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og einnig undir Eyjafjöllum, að sögn þjónustufulltrúa umferðarþjónustu hjá Vegagerðinni.
Þá er óvissustig á Hellisheiðinni og gæti henni verið lokað með stuttum fyrirvara.
Snjómoksturstæki fóru víða snemma út í morgun til að greiða leið ökutækja.Vindur er á landinu í dag má því búast við skafrenningi og slæmu skyggni þar sem úrkoma hefur verið mikil.