Ólafur kveður Samherja eftir fjóra áratugi

Ólafur Hermannsson á verkstæðinu við Fiskitanga á Akureyri. Hann kveður …
Ólafur Hermannsson á verkstæðinu við Fiskitanga á Akureyri. Hann kveður nú Samherja en hefur starfað þar í tæp 40 ár. Ljósmynd/Samherji

Ólaf­ur Her­manns­son, lag­er­stjóri skipaþjón­ustu Sam­herja, hef­ur starfað hjá fyr­ir­tæk­inu í tæpa fjóra ára­tugi og því lík­lega starfsmaður­inn með mesta starfs­ald­ur­inn. Hann læt­ur nú af störf­um, en kveðst ælta að verða eft­ir­manni sín­um inn­an hand­ar.

„Ég færði mig frá Útgerðarfé­lagi Ak­ur­eyr­inga til Sam­herja þegar þeir frænd­ur höfðu gert út fyrsta skipið í hálft ár, frysti­tog­ar­ann Ak­ur­eyr­ina EA. Á næsta ári verða liðin fjöru­tíu ár síðan saga Sam­herja hófst, þannig að ég hef verið hjá fyr­ir­tæk­inu í rétt rúm­lega 39 ár. Þótt ég láti nú form­lega af störf­um skila ég ekki lykl­un­um al­veg strax, því við Kristján Vil­helms­son út­gerðar­stjóri höf­um sam­mælst um að ég verði eft­ir­manni mín­um inn­an hand­ar næstu mánuðina,“ seg­ir Ólaf­ur í færslu á vef Sam­herja.

Gylfi Svaf­ar Gylfa­son netamaður á Kald­baki EA hef­ur verið ráðinn lag­er­stjóri skipaþjón­ustu Sam­herja og hef­ur hann senn störf á nýj­um vett­vangi.

Á sjó í sex ár

Þá seg­ir að Ólaf­ur sé með skip­stjórn­ar­rétt­indi og að hann hafi byrjað sem há­seti á frysti­tog­ar­an­um Ak­urery­in EA, sem áður hét Guðsteinn GK. Þaðan fór hann á ann­an frysti­tog­ara, Oddeyr­ina EA, og svo Mar­gréti EA, þar sem hann gegndi stöðu stýri­mann og skip­stjóra í af­leys­ing­um.

„Ég var á sjón­um í sex ár og fór þá í land til að sinna þar stækk­andi skipa­flota fyr­ir­tæk­is­ins, aðallega veiðarfær­um og inn­kaup­um sem tengj­ast veiðarfær­um. Við get­um sagt að þetta hlut­verk hafi verið mitt ævi­starf. Á fyrstu ár­un­um skaust ég í einn og einn túr, þegar á því þurfti að halda en eft­ir því sem flot­inn stækkaði juk­ust um­svif­in eðli­lega í skipaþjón­ust­unni í landi,“ seg­ir hann.

Áhöfninn á Akureyrinni EA árið 1984: Fv.; Arngrímur Brynjólfsson, Ólafur …
Áhöfn­inn á Ak­ur­eyr­inni EA árið 1984: Fv.; Arn­grím­ur Brynj­ólfs­son, Ólaf­ur Ingi Her­manns­son, Jón Ívar Hall­dórs­son, Páll Valdi­mars­son, Svein­björn Hjör­leifs­son, Sig­urður Sig­urpáls­son, Kon­ráð Al­freðsson, Guðmund­ur J. Hall­dórs­son, Þor­steinn Páls­son, Odd­ur Árna­son, Hreinn Pálma­son, Þor­steinn Vil­helms­son, Há­kon Þröst­ur Guðmunds­son, Hrafn Ingva­son, Friðrik Árna­son, Hall­dór Val­ur Þor­steins­son, Knút­ur Eiðsson, Ásgrím­ur Sig­urðsson, Krist­inn Páls­son, Pét­ur Pálma­son, Brynj­ólf­ur Jóns­son, Heiðar Sig­ur­björns­son, Kristján Vikt­or Kristjáns­son og Þórólf­ur Ingvars­son Ljós­mynd/​Sam­herji

Ólaf­ur seg­ir veiðarfæri hafa tekið mikl­um breyt­ing­um á þeim tíma sem hann hef­ur starfað í grein­inni og að Sam­herji hafi sýnt mik­inn vilja til að nýta nýj­ustu lausn­ir.

„Þegar nýj­ung­ar hafa litið dags­ins ljós í veiðarfær­um má full­yrða að Sam­herji hafi verið með fyrstu út­gerðum til að kynna sér þær og meta. Eig­end­urn­ir hafa alltaf samþykkt ósk­ir skip­stjóra og þeirra sem eru að vinna við veiðarfær­in. Ég hrein­lega minn­ist þess ekki að ein­hverj­ar höml­ur hafi verið sett­ar í þeim efn­um af hálfu stjórn­end­anna, sem lýs­ir vel hugs­un­ar­hætti þeirra og stefnu í út­gerðinni. Veiðarfæri eru dýr, sömu­leiðis tog­vír­ar og ýms­ar járna­vör­ur og því þarf að taka vel ígrundaðar ákv­arðanir.“

Á köfl­um er­ilsamt

„Þetta er á köfl­um nokkuð er­ilsamt starf,“ seg­ir Ólaf­ur. „Útgerð Sam­herja hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um á und­an­förn­um árum, núna eru gerðir út nokkr­ir ís­fisk­tog­ar­ar og ný­verið bætt­ist við frysti­tog­ari. Ísfisk­skip­in þurfa öðru­vísi þjón­ustu en frysti­skip­in, sem eru kannski úti í nokkr­ar vik­ur en ís­fisk­skip­in eru úti í nokkra sól­ar­hringa. En allt hefst þetta, auðvitað með góðu sam­starfi við áhafn­ir skip­anna og svo þeirra sem vinna í landi við að þjón­usta flot­ann.“

Í færsl­unni kveðst hann kveðja Sam­herja sátt­ur „enda úr­vals fólk sem starfar hjá fyr­ir­tæk­inu. Vöxt­ur­inn hef­ur verið æv­in­týra­leg­ur og þegar maður hugs­ar til baka er margs að minn­ast. Sjálfsagt verður svo­lítið skrýtið í fyrstu að vakna á morgn­ana og þurfa ekki að mæta til vinnu en ég verð hérna með ann­an fót­inn.“

Ólafur að störfum árið . Hann viðurkennir að þetta hafi …
Ólaf­ur að störf­um árið . Hann viður­kenn­ir að þetta hafi á tím­um verið er­ilsamt starf. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is

Bloggað um frétt­ina