Særún Anna Brynjarsdóttir tók nýlega við stöðu framkvæmdastjóra hjá Iceland Westfjords Seafood (IWS) og segir hún að fyrir stofnendum félagsins hafi m.a. vakað að búa til gott sameiginlegt vörumerki með sterka tengingu við Vestfirði.
„Með þessu samstarfi er m.a. hægt að samnýta flutninga og skipuleggja framleiðsluna þannig að allir njóti góðs af. Þá hefur smám saman tekist að gera Iceland Westfjords Seafood að sterku vörumerki og sama virkar þetta allt til að hámarka arðinn af auðlindinni.“
Horfurnar eru góðar hjá IWS og fer verð á fiski hækkandi á Bandaríkjamarkaði. Þá virðist eftirspurnin eftir sjávarafurðum hafa aukist eftir að tókst að kveða kórónuveiruna í kútinn, og sterkt gengi Banaríkjadalsins hjálpar íslenskum seljendum enn frekar.
Ráðning Særúnar til Iceland Westfjords Seafood sýnir hve góð tækifæri standa ungu og vel menntuðu fólki til boða í íslenskum sjávarutvegi. Særún er ekki nema 23 ára gömul og var að ljúka námi í sjávarútvegsfræði.
„Meðfram náminu var ég verkefnastjóri hjá Sjávarútvegsskóla unga fólksins í tvö ár, og í sumar vann ég hjá Fiskistofu,“ segir Særún og bætir við að hún hafi ekki verið lengi að hugsa sig um þegar henni stóð til boða að taka við framkvæmdastjórastarfinu hjá IWS.