Særún Anna 23 ára og framkvæmdastjóri IWS

Þegar hún var unglingur gat Særún Anna Brynjarsdóttir ekki hugsað …
Þegar hún var unglingur gat Særún Anna Brynjarsdóttir ekki hugsað sér að vinna í sjávarútvegi. Hún kom á endanum auga á tækifærin, skellti sér í nám og fann gott starf. Ljósmynd/IWS

Sæ­rún Anna Brynj­ars­dótt­ir tók ný­lega við stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Ice­land West­fjords Sea­food (IWS) og seg­ir hún að fyr­ir stofn­end­um fé­lags­ins hafi m.a. vakað að búa til gott sam­eig­in­legt vörumerki með sterka teng­ingu við Vest­f­irði.

„Með þessu sam­starfi er m.a. hægt að sam­nýta flutn­inga og skipu­leggja fram­leiðsluna þannig að all­ir njóti góðs af. Þá hef­ur smám sam­an tek­ist að gera Ice­land West­fjords Sea­food að sterku vörumerki og sama virk­ar þetta allt til að há­marka arðinn af auðlind­inni.“

Horf­urn­ar eru góðar hjá IWS og fer verð á fiski hækk­andi á Banda­ríkja­markaði. Þá virðist eft­ir­spurn­in eft­ir sjáv­ar­af­urðum hafa auk­ist eft­ir að tókst að kveða kór­ónu­veiruna í kút­inn, og sterkt gengi Bana­ríkja­dals­ins hjálp­ar ís­lensk­um selj­end­um enn frek­ar.

Það fer vel um fjölskylduna á Ísafirði.
Það fer vel um fjöl­skyld­una á Ísaf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Var ekki lengi að hugsa sig um

Ráðning Sæ­rún­ar til Ice­land West­fjords Sea­food sýn­ir hve góð tæki­færi standa ungu og vel menntuðu fólki til boða í ís­lensk­um sjáv­ar­utvegi. Sæ­rún er ekki nema 23 ára göm­ul og var að ljúka námi í sjáv­ar­út­vegs­fræði.

„Meðfram nám­inu var ég verk­efna­stjóri hjá Sjáv­ar­út­vegs­skóla unga fólks­ins í tvö ár, og í sum­ar vann ég hjá Fiski­stofu,“ seg­ir Sæ­rún og bæt­ir við að hún hafi ekki verið lengi að hugsa sig um þegar henni stóð til boða að taka við fram­kvæmda­stjóra­starf­inu hjá IWS.

Nán­ar er rætt við Sæ­rúnu í des­em­berút­gáfu 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: