Tvíburar og vélstjórar á Gullbergi

Bræðurnir Theodór Hrannar og Halldór Gústaf Guðmundssynir í vélarrúmi Gullbergs …
Bræðurnir Theodór Hrannar og Halldór Gústaf Guðmundssynir í vélarrúmi Gullbergs sem er mikill salur og tæknivæðing mikil. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Tví­bur­arn­ir og vél­stjór­arn­ir Hall­dór Gúst­af og Theo­dór Hrann­ar Guðmunds­syn­ir úr Grafar­vog­in­um stefndu ung­ir á sjó­inn. Starfa þeir nú báðir á Gull­bergi VE sem Vinnslu­stöðin ger­ir út og eru jafn­framt báðir bú­sett­ir í Vest­manna­eyj­um.

Það var létt yfir tví­bura­bræðrun­um og vél­stjór­un­um Hall­dóri Gúst­afi og Theo­dóri Hrann­ari þegar blaðamaður hitti þá um borð í Gull­bergi VE. Veiðum á Íslands­s­íld­inni er ný­lokið og í janú­ar er það loðnan. Það er þó nóg að gera hjá vél­stjór­um því sinna þarf viðhaldi á milli út­halda enda mikið í húfi að allt sé í lagi þegar í slag­inn er komið. Hver dag­ur er dýr­mæt­ur, ekki síst á loðnunni þegar millj­arðaverðmæti eru í húfi. Theo­dór er fyrsti vél­stjóri og Hall­dór ann­ar vél­stjóri. Yf­ir­vél­stjóri er Ólaf­ur Már Harðar­son.

Þeir eru upp­al­d­ir í Reykja­vík en sjó­mennsk­an er þeim í blóð bor­in, skip­stjór­ar og út­gerðar­menn í móðurætt og vél­stjór­ar í föðurætt. Eft­ir nokk­ur sum­ur í sveit gat Hall­dór vel hugsað sér að verða bóndi en það rjátlaðist fljótt af hon­um. „Við vor­um mikið fyr­ir vest­an, á Ísaf­irði, Hnífs­dal og Bol­ung­ar­vík þegar við vor­um yngri, á bryggj­un­um all­an dag­inn, og ég held að áhug­inn hafi komið þar. Veidd­um kola á bryggj­unni og fylgd­umst með trill­un­um koma inn,“ seg­ir Theo­dór.

Gullberg VE-292 var keypt í Noregi og kom til heimahafnar …
Gull­berg VE-292 var keypt í Nor­egi og kom til heima­hafn­ar í Eyj­um síðastliðið sum­ar. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Ekki sjálf­gefið að fá pláss

„Ég sá alltaf fyr­ir mér að fara á sjó. Móðurætt­in öll á sjó og pabbi líka þannig að það var bara eðli­legt. Ætlaði reynd­ar í bif­véla­virkj­ann en var plataður í vél­fræðina og endaði hér,“ sagði Hall­dór en vél­fræðin er á pari við sér­fræðinám lækna í árum talið. „Þetta eru sjö til átta ár til að ná full­um rétt­ind­um. Skól­inn er fimm ár, smiðja eitt ár og svo þarftu að safna tím­um á sjó til að fá full rétt­indi.“

Theó­dór seg­ir að eitt sé að fá rétt­indi og annað að fá pláss til sjós. „Það er ekk­ert sjálf­gefið að fá pláss á skip­um en þetta er mjög fjöl­breytt nám. Maður fær að snerta á hel­víti mörgu, vél­um, vél­búnaði, raf­magni, lagna­kerfi og ekki síst tölv­um sem stjórna þessu öllu sam­an. Það er því hægt að fá vinnu hvar sem er, hér á landi eða úti í heimi.“

Viðtalið við bræðurna má lesa í heild sinni í des­em­berút­gáfu 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: