Vegurinn frá Markarfljóti að Kirkjubæjarklaustri er lokaður. Gangi allt að óskum er stefnt á að opna hann um hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Á höfuðborgarsvæðinu er víða hálka á vegum.
Hálka er á Reykjanesbraut og á Hellisheiði en þæfingsfærð er á Mosfellsheiði. Snjóþekja, hálka eða hálkublekkir eru á öðrum leiðum en þungfært er á nokkrum leiðum á Suðurnesjum.
Þar sem er þæfingsfærð, er illfært eða ófært fyrir eindrifsbíla. Þungfærir vegir eru ófærir fyrir eindrifsbíla og illfærir fyrir fjórhjóladrifna fólksbíla.
Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka víða en þungæfrt frá Fróðárheiði að Arnarstapa. Unnið er að mokstri.
Á Vestfjörðum er þungfært í Árneshrepp og ófært á Dynjandisheiði.
Óvissustig er í gildi í Ólafsfjarðarmúla á Norðurlandi, vegna snjóflóðahættu og vegurinn um Víkurskarð er lokaður.
Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, auk þess sem Vopnafjarðarheiði er lokuð Verða vegirnir kannaðir með morgninum þegar veður gengur niður.
Þá er einnig ófært á Hólasandi og Dettifossvegi.
Lokað er á Fjarðarheiði og Fagradal og ófært milli Reyðarfjarðar og Breiðdalsvíkur og á Vatnsskarði eystra.