Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð

Frá Hellisheiði, en vegurinn um heiðina er lokaður.
Frá Hellisheiði, en vegurinn um heiðina er lokaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegirnir um Hellisheiði, Þrengsli og Sandskeið eru lokaðir en þæfingur er víða, meðal annars á Reykjanesbraut.

Ófært er á Mosfellsheiði, Krýsuvíkurvegi og Suðurstrandarvegi, að sögn Vegagerðarinnar.

Lokað er á milli Markarfljóts og Kirkjubæjarklausturs.

Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja eða hálkublettir á flestum leiðum en ófært er á Hólasandi og Dettifossvegi.


mbl.is